Milka: Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 11:01 Viðtalið við Domynikas Milka var tekið fyrir framan bikarskápinn í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Domynikas Milka skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Njarðvík og mun því færa sig á milli erkifjendanna í Reykjanesbæ. Milka hefur spilað með nágrönnunum í Keflavík undanfarin fjögur tímabil. Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira