Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 1-1 | Þrumufleygur Atla tryggði HK-ingum stig Dagur Lárusson skrifar 13. júlí 2023 22:03 Atli Arnarson skoraði jöfnunarmark HK. vísir/daníel HK og KR skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í 14. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Kristján Flóki Finnbogason kom gestunum í KR í forystu áður en Atli Arnarson jafnaði metin stuttu fyrir leikslok. Fyrir leikinn var KR í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig á meðan HK var í sjöunda sætinu með 13 stig. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska en það voru ekki mörg færi sem litu dagsins ljós. Besta færi KR-inga fékk Kristinn Jónsson snemma leiks en þá fékk hann sendingu inn fyrir háa vörn HK frá Finni Tómasi en Kristinn reyndi að vippa yfir Arnar Freyr í markinu en skot hans fór yfir markið. Besta færi HK var skalli frá Örvari sem fór rétt framhjá. Staðan markalaus í hálfleik. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleiknum en þá fóru færin að láta sjá sig. Atli Sigurjónsson átti fyrsta góða færi KR-inga og Arnþór Ari átti fast skot að marki sem Simen varði. Fyrsta mark leiksins kom síðan á 67.mínútu en þá fékk Kristinn Jónsson boltann á kantinum og gaf boltann inn á teig þar sem Kristján Flóki reis manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 0-1. HK-ingar gáfust þó ekki upp og sóttu stíft síðustu mínúturnar og það skilaði sér því á 84.mínútu fékk Atli Arnarson boltann frá Hassan Jalloh og skot föstu skoti langt fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Simen átti ekki möguleika og staðan orðin 1-1 og þar við sat. Af hverju skildu liðin jöfn? Bæði lið fengu sín færi og þegar á heildina er litið voru færin líklega svipað mörg hjá báðum liðum. Hverjir stóðu uppúr? Kristinn Jónsson var frábær í liði KR. Hann hljóp upp og niður kantinn allan leikinn, var mikið í boltanum, átti þrjú skot að marki og lagði upp markið fyrir Kristján Flóka. Simen var einnig öflugur í marki KR-inga. Hvað fór illa? Færanýtingin. Í seinni hálfleiknum var mikið um færi en leikmenn voru ekki á skotskónum. Hvað gerist næst? Næsti leikur HK er gegn Fylki á þriðjudaginn næstkomandi og næsti leikur KR er gegn FH í Vesturbænum sama kvöld. Atli Arnarson: Úr því sem komið var þá tekur maður stigið Atli Arnarson skoraði mark HK.vísir/bára „Svona úr því sem komið var þá tekur maður stigið,” byrjaði Atli Arason, leikmaður HK, að segja eftir leik. „Við lentum undir þannig það var gott að ná að jafna þetta en mér fannst við geta stolið öllum stigunum,” hélt Atli áfram. Atli talaði aðeins um færanýtinguna hjá liðinu sem var ekki nægilega góð í leiknum. „Já við erum búnir að vera að skora mikið af mörkum í sumar en það vantaði eitthvað aðeins upp á það í dag. En það er þó framför í því að við erum ekki lengur að fá á okkur jafn mikið af mörgum og var að gerast í byrjun móts. Við fengum auðvitað á okkur mark núna eftir fyrirgjöf sem er vonbrigði því við erum búnir að vera að fara mikið yfir það en það er samt framför hjá okkur í varnarleiknum.” Rúnar Kristinsson: Sanngjörn úrslit Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.vísir/Diego „Já ég held að þetta séu sanngjörn úrslit þegar maður horfir á leikinn heilt yfir,” byrjaði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að segja eftir leik. „Við hefðum auðvitað viljað halda þessari forystu sem við náðum og það var því svekkjandi að fá á sig mark, langskot sem við náðum ekki að komast í veg fyrir. Alltaf fúlt að fá á sig jöfnunarmark,” hélt Rúnar áfram að segja.Rúnar var spurður út færin sem HK fengu í leiknum. „Þeir sköpuðu líklega fleiri færi heldur en við og við erum auðvitað ósáttir við það. En eins og ég sagði fyrir leikinn þá er erfitt að mæta þessu liði. Þetta eru erfiðar aðstæður hérna og ég efast um að völlurinn hérna er löglegur, hann er ansi tæpur á sumum stöðum. Boltinn skoppar rosalega mikið og grasið er orðið frekar stutt.” Rúnar talaði meira um völlinn. „Þeir auðvitað æfa hérna á hverjum degi og þekkja þessar aðstæður mikið betur, bæði hvað varðar hraðann á boltanum og hvernig hann skoppar og hvar hann skoppar. Þannig þeir eru klárlega vanari heldur en við á þessum velli og það skiptir sköpum. Maður sér að tæknilega góðir leikmenn hjá okkur þeir voru í vandræðum með að halda boltanum hjá sér útaf þessum aðstæðum,” endaði Rúnar á að segja eftir leik. Besta deild karla HK KR
HK og KR skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í 14. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Kristján Flóki Finnbogason kom gestunum í KR í forystu áður en Atli Arnarson jafnaði metin stuttu fyrir leikslok. Fyrir leikinn var KR í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig á meðan HK var í sjöunda sætinu með 13 stig. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska en það voru ekki mörg færi sem litu dagsins ljós. Besta færi KR-inga fékk Kristinn Jónsson snemma leiks en þá fékk hann sendingu inn fyrir háa vörn HK frá Finni Tómasi en Kristinn reyndi að vippa yfir Arnar Freyr í markinu en skot hans fór yfir markið. Besta færi HK var skalli frá Örvari sem fór rétt framhjá. Staðan markalaus í hálfleik. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleiknum en þá fóru færin að láta sjá sig. Atli Sigurjónsson átti fyrsta góða færi KR-inga og Arnþór Ari átti fast skot að marki sem Simen varði. Fyrsta mark leiksins kom síðan á 67.mínútu en þá fékk Kristinn Jónsson boltann á kantinum og gaf boltann inn á teig þar sem Kristján Flóki reis manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 0-1. HK-ingar gáfust þó ekki upp og sóttu stíft síðustu mínúturnar og það skilaði sér því á 84.mínútu fékk Atli Arnarson boltann frá Hassan Jalloh og skot föstu skoti langt fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Simen átti ekki möguleika og staðan orðin 1-1 og þar við sat. Af hverju skildu liðin jöfn? Bæði lið fengu sín færi og þegar á heildina er litið voru færin líklega svipað mörg hjá báðum liðum. Hverjir stóðu uppúr? Kristinn Jónsson var frábær í liði KR. Hann hljóp upp og niður kantinn allan leikinn, var mikið í boltanum, átti þrjú skot að marki og lagði upp markið fyrir Kristján Flóka. Simen var einnig öflugur í marki KR-inga. Hvað fór illa? Færanýtingin. Í seinni hálfleiknum var mikið um færi en leikmenn voru ekki á skotskónum. Hvað gerist næst? Næsti leikur HK er gegn Fylki á þriðjudaginn næstkomandi og næsti leikur KR er gegn FH í Vesturbænum sama kvöld. Atli Arnarson: Úr því sem komið var þá tekur maður stigið Atli Arnarson skoraði mark HK.vísir/bára „Svona úr því sem komið var þá tekur maður stigið,” byrjaði Atli Arason, leikmaður HK, að segja eftir leik. „Við lentum undir þannig það var gott að ná að jafna þetta en mér fannst við geta stolið öllum stigunum,” hélt Atli áfram. Atli talaði aðeins um færanýtinguna hjá liðinu sem var ekki nægilega góð í leiknum. „Já við erum búnir að vera að skora mikið af mörkum í sumar en það vantaði eitthvað aðeins upp á það í dag. En það er þó framför í því að við erum ekki lengur að fá á okkur jafn mikið af mörgum og var að gerast í byrjun móts. Við fengum auðvitað á okkur mark núna eftir fyrirgjöf sem er vonbrigði því við erum búnir að vera að fara mikið yfir það en það er samt framför hjá okkur í varnarleiknum.” Rúnar Kristinsson: Sanngjörn úrslit Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.vísir/Diego „Já ég held að þetta séu sanngjörn úrslit þegar maður horfir á leikinn heilt yfir,” byrjaði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að segja eftir leik. „Við hefðum auðvitað viljað halda þessari forystu sem við náðum og það var því svekkjandi að fá á sig mark, langskot sem við náðum ekki að komast í veg fyrir. Alltaf fúlt að fá á sig jöfnunarmark,” hélt Rúnar áfram að segja.Rúnar var spurður út færin sem HK fengu í leiknum. „Þeir sköpuðu líklega fleiri færi heldur en við og við erum auðvitað ósáttir við það. En eins og ég sagði fyrir leikinn þá er erfitt að mæta þessu liði. Þetta eru erfiðar aðstæður hérna og ég efast um að völlurinn hérna er löglegur, hann er ansi tæpur á sumum stöðum. Boltinn skoppar rosalega mikið og grasið er orðið frekar stutt.” Rúnar talaði meira um völlinn. „Þeir auðvitað æfa hérna á hverjum degi og þekkja þessar aðstæður mikið betur, bæði hvað varðar hraðann á boltanum og hvernig hann skoppar og hvar hann skoppar. Þannig þeir eru klárlega vanari heldur en við á þessum velli og það skiptir sköpum. Maður sér að tæknilega góðir leikmenn hjá okkur þeir voru í vandræðum með að halda boltanum hjá sér útaf þessum aðstæðum,” endaði Rúnar á að segja eftir leik.