Heilbrigðiskerfi í takt við tímann Willum Þór Þórsson skrifar 14. júlí 2023 09:01 Árið 1947 var samþykkt á Alþingi að hækka hámarksaldur starfsmanna ríkisins úr 65 árum í 70 ár á þeim forsendum ,,…að flestir opinberir starfsmenn væru færir um að gegna starfinu til sjötugs“. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá árinu 1947 þá stendur reglan um 70 ára hámarksaldur starfsmanna ríkisins óbreytt. Á þessum tíma hefur meðalævi Íslendinga lengst um 10 ár. Lífslíkur á Íslandi eru rúmlega 83 ár í dag og með þeim mestu í Evrópu. Samhliða hækkandi lífaldri Íslendinga hefur heilsa eldra fólks batnað til muna og lífsgæði aukist verulega. Ef sömu rök og forsendur giltu nú og árið 1947 þá væri hámarksaldur starfsmanna ríkisins um 80 ár. Allt frá árinu 1981 hafa endurtekið komið fram tillögur um hækkun starfslokaaldurs opinberra starfsmanna á þeim forsendum að við lifum lengur og við betri heilsu. Þrátt fyrir góðan vilja og samþykktar þingsályktunartillögur hafa áformin ekki raungerst og 70 ára reglan staðið óbreytt. Þar til nú. 70 ára reglan er komin á aldur Það skýtur skökku við að á sama tíma og mönnun heilbrigðisþjónustu er ein helsta áskorun heilbrigðiskerfisins hefur opinberum heilbrigðisstofnununum verið gert á grundvelli 70 ára reglunnar að segja starfsfólki undantekningarlaust upp þegar það nær 70 ára aldri. Það hefur viðgengist þrátt fyrir gagnkvæman vilja starfsmanns og vinnuveitenda til að halda áfram störfum. Við slíkar aðstæður hafa stjórnendur opinberra heilbrigðisstofnana gripið til þess ráðs að gera tímavinnu- eða verktakasamninga og eru um 2% heilbrigðistarfsfólks á slíkum samningum í dag vegna aldurs. Tímavinnu- og verktakasamningar eru óhagstæðir fyrir alla aðila og veita starfsmanninum lakari réttindi veikinda, lífeyris- og orlofs ásamt því að fela í sér talsverða launaskerðingu frá fyrri ráðningarsamningi. Slíkt ójafnræði er ekki til þess fallið að styðja við mönnun í heilbrigðisþjónustu eða gera störf innan opinbera heilbrigðiskerfisins aðlaðandi fyrir þá sem hafa náð 70 ára aldri. Sveigjanleg starfslok Í tengslum við forgangsverkefni heilbrigðisráðuneytisins varðandi umbætur á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar tókum við af skarið á nýafstöðnu þingi með framlagningu frumvarps um hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsfólks úr 70 árum í 75 ár. Frumvarpið var samþykkt undir þinglok og tekur gildi þann 1. janúar 2024. Hér er um margt merkilegt og mikilvægt mál sem snýr að sveigjanlegum starfslokum og umbótum á réttindum og kjörum heilbrigðisstarfsfólks sem bæði vill og getur unnið lengur en til sjötugs. Í hinu nýsamþykkta frumvarpi um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn er að finna nýtt ákvæði sem veitir heilbrigðisstarfsfólki heimild til undanþágu frá 70 ára reglunni. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta réttindi og kjör þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem kjósa að vinna eftir sjötugt ásamt því að styðja við mönnun í heilbrigðisþjónustu. Í takt við tímann Ég bind vonir við að þær umbætur sem lagabreytingarnar fela í sér á réttindum og kjörum heilbrigðisstarfsfólks eftir sjötugt séu til þess fallnar að gera störf í heilbrigðisþjónustu eftir sjötugt meira aðlaðandi og eftirsóknarverðari. Ákvæðið markar tímamót og er vonandi fyrsta skrefið í átt að sveigjanlegum starfslokum opinberra starfsmanna og auknu jafnræði. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Willum Þór Þórsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Árið 1947 var samþykkt á Alþingi að hækka hámarksaldur starfsmanna ríkisins úr 65 árum í 70 ár á þeim forsendum ,,…að flestir opinberir starfsmenn væru færir um að gegna starfinu til sjötugs“. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá árinu 1947 þá stendur reglan um 70 ára hámarksaldur starfsmanna ríkisins óbreytt. Á þessum tíma hefur meðalævi Íslendinga lengst um 10 ár. Lífslíkur á Íslandi eru rúmlega 83 ár í dag og með þeim mestu í Evrópu. Samhliða hækkandi lífaldri Íslendinga hefur heilsa eldra fólks batnað til muna og lífsgæði aukist verulega. Ef sömu rök og forsendur giltu nú og árið 1947 þá væri hámarksaldur starfsmanna ríkisins um 80 ár. Allt frá árinu 1981 hafa endurtekið komið fram tillögur um hækkun starfslokaaldurs opinberra starfsmanna á þeim forsendum að við lifum lengur og við betri heilsu. Þrátt fyrir góðan vilja og samþykktar þingsályktunartillögur hafa áformin ekki raungerst og 70 ára reglan staðið óbreytt. Þar til nú. 70 ára reglan er komin á aldur Það skýtur skökku við að á sama tíma og mönnun heilbrigðisþjónustu er ein helsta áskorun heilbrigðiskerfisins hefur opinberum heilbrigðisstofnununum verið gert á grundvelli 70 ára reglunnar að segja starfsfólki undantekningarlaust upp þegar það nær 70 ára aldri. Það hefur viðgengist þrátt fyrir gagnkvæman vilja starfsmanns og vinnuveitenda til að halda áfram störfum. Við slíkar aðstæður hafa stjórnendur opinberra heilbrigðisstofnana gripið til þess ráðs að gera tímavinnu- eða verktakasamninga og eru um 2% heilbrigðistarfsfólks á slíkum samningum í dag vegna aldurs. Tímavinnu- og verktakasamningar eru óhagstæðir fyrir alla aðila og veita starfsmanninum lakari réttindi veikinda, lífeyris- og orlofs ásamt því að fela í sér talsverða launaskerðingu frá fyrri ráðningarsamningi. Slíkt ójafnræði er ekki til þess fallið að styðja við mönnun í heilbrigðisþjónustu eða gera störf innan opinbera heilbrigðiskerfisins aðlaðandi fyrir þá sem hafa náð 70 ára aldri. Sveigjanleg starfslok Í tengslum við forgangsverkefni heilbrigðisráðuneytisins varðandi umbætur á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar tókum við af skarið á nýafstöðnu þingi með framlagningu frumvarps um hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsfólks úr 70 árum í 75 ár. Frumvarpið var samþykkt undir þinglok og tekur gildi þann 1. janúar 2024. Hér er um margt merkilegt og mikilvægt mál sem snýr að sveigjanlegum starfslokum og umbótum á réttindum og kjörum heilbrigðisstarfsfólks sem bæði vill og getur unnið lengur en til sjötugs. Í hinu nýsamþykkta frumvarpi um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn er að finna nýtt ákvæði sem veitir heilbrigðisstarfsfólki heimild til undanþágu frá 70 ára reglunni. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta réttindi og kjör þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem kjósa að vinna eftir sjötugt ásamt því að styðja við mönnun í heilbrigðisþjónustu. Í takt við tímann Ég bind vonir við að þær umbætur sem lagabreytingarnar fela í sér á réttindum og kjörum heilbrigðisstarfsfólks eftir sjötugt séu til þess fallnar að gera störf í heilbrigðisþjónustu eftir sjötugt meira aðlaðandi og eftirsóknarverðari. Ákvæðið markar tímamót og er vonandi fyrsta skrefið í átt að sveigjanlegum starfslokum opinberra starfsmanna og auknu jafnræði. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun