„Við byrjuðum hrikalega vel, fannst fyrri hálfleikurinn heilt yfir vera undir í góðri stjórn. Svo eftir að þeir fá rauða spjaldið þá duttum við pínu niður en bara sætt að ná að klára þetta.“
„Áttum bara að klára þennan leik, helst í fyrri hálfleik. Ég veit það ekki, þetta var eitthvað pínu skrýtið þarna í lok seinni, en við kláruðum þetta sem er bara gott.“ bætti Ágúst við.
Hann segir markið hafa komið sér á óvart, en sendingin sem hann fékk var upphaflega ætluð Klæmint Olsen.
„Allt í einu var ég bara kominn einn í gegn, fer í gegnum Klæmint held ég og svo er ég bara kominn einn í gegn og klára þetta, mjög gaman.“
Ágúst fékk að líta gult spjald í fyrri hálfleik, dómari leikins sagði hann hafa dýft sér og leikmaðurinn var mjög ósáttur við þá ákvörðun.
„Ég fékk gult fyrir dýfu, ég var allavega ekki að reyna að dýfa mér, ég datt en var ekki að reyna að dýfa mér. Fæ gult spjald fyrir þetta, ég skil þetta ekki, það er líka þreytt af því að maður fer í bann fyrir svona.“ sagði Ágúst að lokum.