Lokað verður áfram að gosstöðvunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 10:00 Gossvæðið við Litla-Hrút verður áfram lokað í dag. Vísir/Vilhelm Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að gosstöðvarnar verði áfram lokaðar til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun sé á svæðinu, ekki síst vegna gróðurelda sem hafa geisað undanfarna þrjá daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist því miður ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Veðrið sé með versta móti og mikil mengun á svæðinu. „Veður er svipað eins og það var í gær. Það er bálhvasst þarna upp frá og vindáttin er norðlæg þannig að gosreykur og reykur frá gróðureldum kemur inn á gönguleiðina,“ segir hann. Slökkvistarf gengið vel Slökkviliðsmenn í Grindavík og Landhelgisgæslan hafa unnið hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda á gossvæðinu. Úlfar segir slökkvistarf hafa gengið vel en það þurfi að kortleggja betur útbreiðslu gróðureldanna. „Slökkviliðinu gekk ágætlega með sitt starf í gærkvöld og inn í nóttina. En við þurfum aftur á móti að fá gleggri yfirsýn yfir svæðið norðan við gosstöðvarnar. Við þurfum að nota daginn í það,“ segir Úlfar. Vinna gærdagsins fór í að laga gönguleiðina og þá ekki síst fyrir viðbragðsaðila segir Úlfar. Síðan sé verið að koma upp fleiri mælum á svæðinu og það nær gosstöðvunum. Gengið vel að halda gossvæðinu lokuðu Þrátt fyrir að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar hefur fjöldi fólks streymt þangað í von um sjá eldgosið. Úlfar segir það ekki hafa verið vandamál að fólk sé að smeygja sér framhjá lokunarpóstum lögreglunnar. „Ég held að það hafi örugglega ekki verið vandamál eftir lokun og í nótt. Ég myndi segja að það sé í lágmarki,“ segir Úlfar. Gosstöðvunum var fyrst lokað á fimmtudagsmorgun. Þær verða lokaðar áfram, allavega fram í fyrramálið. Ákvörðunin verður þá endurskoðuð á fundi viðbragsaðilaklukkan níu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að gosstöðvarnar verði áfram lokaðar til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun sé á svæðinu, ekki síst vegna gróðurelda sem hafa geisað undanfarna þrjá daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist því miður ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Veðrið sé með versta móti og mikil mengun á svæðinu. „Veður er svipað eins og það var í gær. Það er bálhvasst þarna upp frá og vindáttin er norðlæg þannig að gosreykur og reykur frá gróðureldum kemur inn á gönguleiðina,“ segir hann. Slökkvistarf gengið vel Slökkviliðsmenn í Grindavík og Landhelgisgæslan hafa unnið hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda á gossvæðinu. Úlfar segir slökkvistarf hafa gengið vel en það þurfi að kortleggja betur útbreiðslu gróðureldanna. „Slökkviliðinu gekk ágætlega með sitt starf í gærkvöld og inn í nóttina. En við þurfum aftur á móti að fá gleggri yfirsýn yfir svæðið norðan við gosstöðvarnar. Við þurfum að nota daginn í það,“ segir Úlfar. Vinna gærdagsins fór í að laga gönguleiðina og þá ekki síst fyrir viðbragðsaðila segir Úlfar. Síðan sé verið að koma upp fleiri mælum á svæðinu og það nær gosstöðvunum. Gengið vel að halda gossvæðinu lokuðu Þrátt fyrir að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar hefur fjöldi fólks streymt þangað í von um sjá eldgosið. Úlfar segir það ekki hafa verið vandamál að fólk sé að smeygja sér framhjá lokunarpóstum lögreglunnar. „Ég held að það hafi örugglega ekki verið vandamál eftir lokun og í nótt. Ég myndi segja að það sé í lágmarki,“ segir Úlfar. Gosstöðvunum var fyrst lokað á fimmtudagsmorgun. Þær verða lokaðar áfram, allavega fram í fyrramálið. Ákvörðunin verður þá endurskoðuð á fundi viðbragsaðilaklukkan níu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira