„Er ekki að fara að skora tíu mörk í leik“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júlí 2023 08:00 Alexander Petersson á æfingu með Rhein-Neckar Löwen. mynd/@alexanderpetersson32 Ein óvæntasta íþróttafrétt ársins kom í vikunni er Alexander Petersson tilkynnti að hann hefði rifið skóna niður úr hillunni, 43 ára gamall, og samið við Valsmenn. „Þetta byrjaði eftir að Snorri hætti með liðið. Þá hitti ég Óskar Bjarna óvart og hann spurði mig hvort ég væri ekki til í að þjálfa Valsliðið með honum,“ sagði Alexander í viðtali við íþróttadeild. „Ég sagðist ekkert hafa spáð í því. Svo fór ég að tala við konuna mína um hvað ég ætti að fara að gera á Íslandi. Þá fór ég að hugsa um að kannski gæti ég spilað og þjálfað með Óskari. Svo heyrði ég í Óskari og tjáði honum að kannski gæti ég spilað og hjálpað til. Málið komst þá til Bjögga [Björgvins Páls Gústavssonar] og þá þróaðist þetta hratt.“ Alexander er klárlega einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi og hann hlakkar til að byrja að spila á ný. „Ég er mjög spenntur. Þetta er eins og að byrja ferilinn á ný. Það verður gaman að sjá hvar ég stend. Að sjálfsögðu er ég ekki að fara að skora tíu mörk í einum leik. Ég ætti samt að geta hjálpað strákunum mikið. Mér finnst gott að komast í lið þar sem ég get hjálpað mikið.“ Alexander hefur ekki æft mikið undanfarið ár en eftir tilkynninguna hefur hann farið á handboltaæfingu tvo daga í röð. „Ég fór kannski á þrjár æfingar síðasta árið. Ég hef verið að hreyfa mig samt mikið og hef ekki verið með neina verki eins og margir fyrrum handboltamenn á mínum aldri. Ég er í góðu standi.“ Viðtalið við Alexander má sjá hér að neðan. Klippa: Spenntur fyrir að byrja aftur Olís-deild karla Valur Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Þetta byrjaði eftir að Snorri hætti með liðið. Þá hitti ég Óskar Bjarna óvart og hann spurði mig hvort ég væri ekki til í að þjálfa Valsliðið með honum,“ sagði Alexander í viðtali við íþróttadeild. „Ég sagðist ekkert hafa spáð í því. Svo fór ég að tala við konuna mína um hvað ég ætti að fara að gera á Íslandi. Þá fór ég að hugsa um að kannski gæti ég spilað og þjálfað með Óskari. Svo heyrði ég í Óskari og tjáði honum að kannski gæti ég spilað og hjálpað til. Málið komst þá til Bjögga [Björgvins Páls Gústavssonar] og þá þróaðist þetta hratt.“ Alexander er klárlega einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi og hann hlakkar til að byrja að spila á ný. „Ég er mjög spenntur. Þetta er eins og að byrja ferilinn á ný. Það verður gaman að sjá hvar ég stend. Að sjálfsögðu er ég ekki að fara að skora tíu mörk í einum leik. Ég ætti samt að geta hjálpað strákunum mikið. Mér finnst gott að komast í lið þar sem ég get hjálpað mikið.“ Alexander hefur ekki æft mikið undanfarið ár en eftir tilkynninguna hefur hann farið á handboltaæfingu tvo daga í röð. „Ég fór kannski á þrjár æfingar síðasta árið. Ég hef verið að hreyfa mig samt mikið og hef ekki verið með neina verki eins og margir fyrrum handboltamenn á mínum aldri. Ég er í góðu standi.“ Viðtalið við Alexander má sjá hér að neðan. Klippa: Spenntur fyrir að byrja aftur
Olís-deild karla Valur Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira