Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 23:59 Grunaði raðmorðinginn Rex Heuermann hefur vegnað vel sem arkítekt í New York. Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira
Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06