Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 16. júlí 2023 20:51 Guðjón Pétur Lýðsson lék á sínum tíma með ÍBV en leikur í dag með Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. „Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Rosalegur ráshópur McIlroy Golf Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
„Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Rosalegur ráshópur McIlroy Golf Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn