Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2023 12:16 Grindavík er í 5. sæti Lengjudeildar karla. grindavík/petra rós Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki