Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2023 12:16 Grindavík er í 5. sæti Lengjudeildar karla. grindavík/petra rós Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira