Álit ESA og blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 18. júlí 2023 07:01 Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald EFTA Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun