Framleiðandi hreinsiefna tekur yfir lífdísilframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 10:04 Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Gefnar, og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, við unirritun kaupsamningsins. Gefn Gefn hefur fest kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Orkey á Akureyri. Félagið var áður að fullu í eigu orkufyrirtækisins Norðurorku og hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi frá árinu 2011, einkum notaðri steikingarolíu. Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku. Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku.
Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur