Skattar og skjól Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. júlí 2023 12:31 Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsmál Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun