Kjartan Henry: Er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá Andri Már Eggertsson skrifar 18. júlí 2023 22:40 Kjartan Henry í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður FH, var svekktur eftir 1-0 tap gegn KR. Kjartan Henry svaraði fyrir það hvers vegna hann tók ekki við viðurkenningu frá KR fyrir leik. „Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik. KR FH Besta deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
„Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik.
KR FH Besta deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira