Ómar Ingi: Það vantaði ekki mikið meira upp á Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júlí 2023 23:00 Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði markalaust jafntefli í kvöld gegn Fylki í Árbænum í 15. umferð Bestu deildarinnar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð sáttur að leik loknum þrátt fyrir að stigin urðu ekki þrjú. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira