Ómar Ingi: Það vantaði ekki mikið meira upp á Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júlí 2023 23:00 Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði markalaust jafntefli í kvöld gegn Fylki í Árbænum í 15. umferð Bestu deildarinnar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð sáttur að leik loknum þrátt fyrir að stigin urðu ekki þrjú. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira