Kristall semur við Sönderjyske til þriggja ára Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 17:46 Kristall Máni Ingason er nýr leikmaður Sönderjyske í Danmörku. Sönderjyske Kristall Máni Ingason er genginn til liðs við danska félagið Sönderjysk frá Rosenborg í Noregi. Danska félagið staðfesti félagaskiptin á samfélagsmiðlum sínum nú fyrir skömmu. Fréttir af mögulegum félagaskiptum Kristals Mána til Danmerkur bárust í gær en í fyrstu var talið að um lánssamning yrði að ræða. Kristall Máni gekk til liðs við Rosenborg síðasta sumar og hefur því aðeins verið hjá Rosenborg í rúmt ár. Kristall Máni hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þrándheimi. Hann komst í fréttirnar í vor eftir að hafa viðurkennt leikaraskap í leik og var skammaður af forráðamönnum félagsins í kjölfarið. Síðustu vikurnar hefur hann fengið fáar mínútur en gengi Rosenborg á tímabilinu hefur verið arfaslakt. Liðið vann þó sigur á Tromsö á sunnudag en Kristall kom ekki við sögu í leiknum. Velkommen til islandske Kristall Máni Ingason, som har skrevet en treårig kontrakt med Sønderjyske Fodbold Ingason er hentet i Rosenborg BK Læs mere på hjemmesiden https://t.co/ZucvkMxjwa pic.twitter.com/urStPdFtzU— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) July 19, 2023 Nú hefur danska félagið staðfest að Kristall sé búinn að skrifa undir samning við félagið en samningurinn er til þriggja ára. Danski leikmaðurinn Emil Fredriksen fer í hina áttina, frá Danmörku til Noregs, en það er hluti samkomulagsins liðanna á milli. Hjá Sönderjyske er fyrir Atli Barkarson en þeir léku einnig saman hjá Víkingum. Einnig spilar landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson með danska liðinu sem spilar í næstefstu deild í Danmörku. „Gefur sóknarleiknum okkar nýja vídd“ Forráðamenn Sönderjyske eru spenntir fyrir komu Kristals Mána. „Kristall Máni Ingason er með mikla hæfileika og hefur komið við sögu hjá stórum félögum á sínum ferli. Það er erfitt fyrir ungan leikmann að spila nægilega mikið hjá félögum eins og FC Kaupmannahöfn og Rosenborg. Þess vegna erum við sannfærðir um að hjá Sönderjyske geti hann tekið næsta skref á ferlinum,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Sönderjyske, Esben Hansen, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Í honum fáum við leikmann sem getur spilað margar stöður framarlega á vellinum. Hann gefur okkar sterkur sóknarlínu nýja vídd. Þrátt fyrir utan aldur hefur hann reynslu og meðal annars spilað fjóra A-landsleiki. Við hlökkum til að hans hæfileikar blómstri enn frekar hjá okkur.“ Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Fréttir af mögulegum félagaskiptum Kristals Mána til Danmerkur bárust í gær en í fyrstu var talið að um lánssamning yrði að ræða. Kristall Máni gekk til liðs við Rosenborg síðasta sumar og hefur því aðeins verið hjá Rosenborg í rúmt ár. Kristall Máni hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þrándheimi. Hann komst í fréttirnar í vor eftir að hafa viðurkennt leikaraskap í leik og var skammaður af forráðamönnum félagsins í kjölfarið. Síðustu vikurnar hefur hann fengið fáar mínútur en gengi Rosenborg á tímabilinu hefur verið arfaslakt. Liðið vann þó sigur á Tromsö á sunnudag en Kristall kom ekki við sögu í leiknum. Velkommen til islandske Kristall Máni Ingason, som har skrevet en treårig kontrakt med Sønderjyske Fodbold Ingason er hentet i Rosenborg BK Læs mere på hjemmesiden https://t.co/ZucvkMxjwa pic.twitter.com/urStPdFtzU— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) July 19, 2023 Nú hefur danska félagið staðfest að Kristall sé búinn að skrifa undir samning við félagið en samningurinn er til þriggja ára. Danski leikmaðurinn Emil Fredriksen fer í hina áttina, frá Danmörku til Noregs, en það er hluti samkomulagsins liðanna á milli. Hjá Sönderjyske er fyrir Atli Barkarson en þeir léku einnig saman hjá Víkingum. Einnig spilar landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson með danska liðinu sem spilar í næstefstu deild í Danmörku. „Gefur sóknarleiknum okkar nýja vídd“ Forráðamenn Sönderjyske eru spenntir fyrir komu Kristals Mána. „Kristall Máni Ingason er með mikla hæfileika og hefur komið við sögu hjá stórum félögum á sínum ferli. Það er erfitt fyrir ungan leikmann að spila nægilega mikið hjá félögum eins og FC Kaupmannahöfn og Rosenborg. Þess vegna erum við sannfærðir um að hjá Sönderjyske geti hann tekið næsta skref á ferlinum,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Sönderjyske, Esben Hansen, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Í honum fáum við leikmann sem getur spilað margar stöður framarlega á vellinum. Hann gefur okkar sterkur sóknarlínu nýja vídd. Þrátt fyrir utan aldur hefur hann reynslu og meðal annars spilað fjóra A-landsleiki. Við hlökkum til að hans hæfileikar blómstri enn frekar hjá okkur.“
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira