Eftirlýstur maður hljóp 400 metra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 17:55 Upphaf spretthlaupsins var við lögreglustöðina á Hlemmi. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Hlíðunum í Reykjavík í dag, það er hverfi 105. Var hann fluttur á lögreglustöðina við Hlemm en við eftirgrennslan kom í ljós að hann var eftirlýstur og átti að hefja afplánun. Þegar honum var greint frá þessu brást hann illa við og tók á rás. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar komst hann um það bil 400 metra áður en fótfráir lögreglumenn náðu að góma hann og handtaka. En vegalengdin samsvarar einum hring á frjálsíþróttavelli. Fleira var fréttnæmt í Hlíðunum í dag. Meðal annars að lögreglunni barst tilkynning um tvær manneskjur í annarlegu ástandi í hverfinu. Reyndist fólkið vera að njóta lífsins í sólbaði og voru afskipti af þeim því ekki verkefni fyrir lögreglu. Úr Vesturbænum barst tilkynningu um aðfinnsluvert háttalag einstaklings. Var hann farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Þá var framið innbrot í Múlunum. Er það til rannsóknar hjá lögreglunni. Gleraugnabox fullt að peningum Lögreglumenn á lögreglustöð númer 3 (Kópavogi og Breiðholti) fundu gleraugnabox á götunni við hefðbundið umferðareftirlit. Í boxinu reyndust vera talsverðir fjármunir. Verður það í vörslu lögreglunnar þar til eigandinn finnst. Þá var nokkuð um umferðarmál, meðal annars árekstur tveggja bifreiða í Kópavogi. Engin slys urðu á fólki. Á lögreglustöð 4 (Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær) barst tilkynning um brot á fánalögum. Það er tilkynnt var um þrjár rútur með íslenska þjóðfánann að framan. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Þegar honum var greint frá þessu brást hann illa við og tók á rás. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar komst hann um það bil 400 metra áður en fótfráir lögreglumenn náðu að góma hann og handtaka. En vegalengdin samsvarar einum hring á frjálsíþróttavelli. Fleira var fréttnæmt í Hlíðunum í dag. Meðal annars að lögreglunni barst tilkynning um tvær manneskjur í annarlegu ástandi í hverfinu. Reyndist fólkið vera að njóta lífsins í sólbaði og voru afskipti af þeim því ekki verkefni fyrir lögreglu. Úr Vesturbænum barst tilkynningu um aðfinnsluvert háttalag einstaklings. Var hann farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Þá var framið innbrot í Múlunum. Er það til rannsóknar hjá lögreglunni. Gleraugnabox fullt að peningum Lögreglumenn á lögreglustöð númer 3 (Kópavogi og Breiðholti) fundu gleraugnabox á götunni við hefðbundið umferðareftirlit. Í boxinu reyndust vera talsverðir fjármunir. Verður það í vörslu lögreglunnar þar til eigandinn finnst. Þá var nokkuð um umferðarmál, meðal annars árekstur tveggja bifreiða í Kópavogi. Engin slys urðu á fólki. Á lögreglustöð 4 (Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær) barst tilkynning um brot á fánalögum. Það er tilkynnt var um þrjár rútur með íslenska þjóðfánann að framan.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira