Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. júlí 2023 18:16 Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samsett Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. Rex Heuermann var handtekinn í New York þann 13. júlí síðastliðinn og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af eiginkonu hans, Ásu Ellerup. Heuermenn hefur lýst yfir yfir sakleysi sínu í málinu. Fram kemur í frétt sem birtist á vef Daily Mail fyrr í dag að Jóhanna, systir Ásu, sé lyfjafræðingur og búsett í tólf kílómetra fjarlægð frá heimili systur sinnar og Heuermann á Long Island. Hún segist ekkert hafa heyrt í Ásu síðan Heuermann lýsti yfir sakleysi sínu. „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni, og við erum ekki með neitt heimilisfang á hana. Við vitum ekkert,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann Daily Mail. „Ég get svarið það, við vitum ekkert meira en þið. Við vitum ekki neitt.“ Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu.Facebook Blaðamaður Daily Mail, sem ræddi við Jóhönnu á heimili hennar segir föður Jóhönnu einnig hafa verið staddan þar þegar viðtalið fór fram. Að sögn Jóhönnu er málið „yfirþyrmandi“ fyrir föður hennar. Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint Ásu og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Í samtali við CNN síðastliðinn mánudag sagði Erin Burnett lögreglustjóri í Suffolk að miðað við viðbrögð Ásu og barnanna þegar þeim var greint frá brotum Heuermann þá sé ólíklegt að þau hafi haft nokkra vitneskju um málin. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Rex Heuermann var handtekinn í New York þann 13. júlí síðastliðinn og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af eiginkonu hans, Ásu Ellerup. Heuermenn hefur lýst yfir yfir sakleysi sínu í málinu. Fram kemur í frétt sem birtist á vef Daily Mail fyrr í dag að Jóhanna, systir Ásu, sé lyfjafræðingur og búsett í tólf kílómetra fjarlægð frá heimili systur sinnar og Heuermann á Long Island. Hún segist ekkert hafa heyrt í Ásu síðan Heuermann lýsti yfir sakleysi sínu. „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni, og við erum ekki með neitt heimilisfang á hana. Við vitum ekkert,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann Daily Mail. „Ég get svarið það, við vitum ekkert meira en þið. Við vitum ekki neitt.“ Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu.Facebook Blaðamaður Daily Mail, sem ræddi við Jóhönnu á heimili hennar segir föður Jóhönnu einnig hafa verið staddan þar þegar viðtalið fór fram. Að sögn Jóhönnu er málið „yfirþyrmandi“ fyrir föður hennar. Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint Ásu og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Í samtali við CNN síðastliðinn mánudag sagði Erin Burnett lögreglustjóri í Suffolk að miðað við viðbrögð Ásu og barnanna þegar þeim var greint frá brotum Heuermann þá sé ólíklegt að þau hafi haft nokkra vitneskju um málin.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06
Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20