Leikmenn með stjörnur í augum þegar Ólympíuhetja mætti óvænt á liðsfundinn Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2023 07:30 Sam Kerr er stærsta stjarna ástralska landsliðsins en hún leikur með Chelsea á Englandi. Vísir/Getty Ástralska landsliðið í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu gegn Írlandi í dag. Þjálfari liðsins kom leikmönnum þess heldur betur á óvart í síðustu viku þegar hefðbundinn liðsfundur var á dagskrá. Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira