Wise kaupir Þekkingu Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2023 09:23 Jóhannes Guðjónsson, forstjóri Wise, og Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. Aðsend Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá kaupunum í tilkynningu en Wise sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu hugbúnaðarlausna á sviði viðskipta. Þekking hf. er í eigu KEA og eignarhaldsfélagsins Fjöru en það var upphaflega stofnað af KEA og Íslenska hugbúnaðarsjóðnum árið 1999. Var félagið stofnað á grundvelli tölvudeildar Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) sem hóf starfsemi árið 1974. Stærstu eigendur Wise lausna ehf. eru Jónas Hagan Guðmundsson, Edward Mac Gillivray Schmidt og Valgarður Már Valgarðsson. „Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að sameina krafta Wise og Þekkingar. Kjarnastarfsemi fyrirtækjanna er ólík og með styrkleikum beggja getum við boðið viðskiptavinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustuframboð“, segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise, í tilkynningu. Henti breikkuðu vöruframboði Wise hefur séð um sölu og þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfinu og þróun á viðskiptalausnum því tengdu. Að sögn forsvarsmanna hefur fyrirtækið breikkað vöruframboð sitt á síðustu árum og fært þjónustur sínar í skýjaþjónustur sem hafi kallað á aukið umfang í þjónustu, rekstri og öryggismálum. Um 60 manns starfa hjá Þekkingu á Akureyri og í Kópavogi sem hefur séð um rekstur tölvukerfa og öryggismál þeirra. „Starfsfólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu sem fellur vel að vegferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í framtíðar uppbyggingu félagsins,“ segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira
Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá kaupunum í tilkynningu en Wise sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu hugbúnaðarlausna á sviði viðskipta. Þekking hf. er í eigu KEA og eignarhaldsfélagsins Fjöru en það var upphaflega stofnað af KEA og Íslenska hugbúnaðarsjóðnum árið 1999. Var félagið stofnað á grundvelli tölvudeildar Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) sem hóf starfsemi árið 1974. Stærstu eigendur Wise lausna ehf. eru Jónas Hagan Guðmundsson, Edward Mac Gillivray Schmidt og Valgarður Már Valgarðsson. „Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að sameina krafta Wise og Þekkingar. Kjarnastarfsemi fyrirtækjanna er ólík og með styrkleikum beggja getum við boðið viðskiptavinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustuframboð“, segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise, í tilkynningu. Henti breikkuðu vöruframboði Wise hefur séð um sölu og þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfinu og þróun á viðskiptalausnum því tengdu. Að sögn forsvarsmanna hefur fyrirtækið breikkað vöruframboð sitt á síðustu árum og fært þjónustur sínar í skýjaþjónustur sem hafi kallað á aukið umfang í þjónustu, rekstri og öryggismálum. Um 60 manns starfa hjá Þekkingu á Akureyri og í Kópavogi sem hefur séð um rekstur tölvukerfa og öryggismál þeirra. „Starfsfólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu sem fellur vel að vegferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í framtíðar uppbyggingu félagsins,“ segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira