Gefur lítið fyrir gagnrýni Guðmundar en kallar eftir auknu fjármagni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2023 15:01 Guðmundur Kristjánsson í Brim (t.v.) er ósáttur við vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins. Vinnubrögð sem forstjóri eftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, segir ekki athugaverð fyrir aðrar sakir en þær að þau helgist af fjársvelti stofnunarinnar. Vísir/Vilhelm/Arnar Forstjóri Brims segir að þær upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir frá félaginu verði ekki afhentar, þar sem félagið telji að samningur eftirlitsins við matvælaráðuneytið sé óeðlilegur. Upplýsingarnar liggi fyrir, en málið snúist um prinsipp. Forstjóri eftirlitsins segir samninginn ekki óvenjulegan að neinu leyti, en segir þörf á algjörri umbyltingu á rekstrarformi eftirlitsins. Í gær var greint frá því að Brim hf. ætlaði sér ekki að afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir. Samkeppniseftirlitið ákvað að beita Brim dagsektum þar sem félagið hefði ekki látið af hendi umbeðin gögn í tengslum við rannsóknina. Dagsektirnar nema þremur og hálfri milljón og byrja að reiknast eftir tvær vikur. Í samningi Samkeppniseftirlitsins við Matvælaráðuneytið um skýrsluna er kveðið á um að ráðuneytið greiði eftirlitinu 35 milljónir króna í fjórum hlutum fyrir vinnuna. Síðasta greiðslan greiðist fyrir lok þess árs, samkvæmt samningnum. Forstjóri Brims er gagnrýninn á vinnubrögð í málinu, en í samningi ráðuneytisins við eftirlitið kemur fram að ráðuneytinu sé heimilt að stöðva eða fresta greiðslum telji það framkvæmd verkefnisins ekki í samræmi við samninginn. „Eftir að við fengum samninginn í gær, þá virðist vera eins og Samkeppniseftirlitið sé verktaki hjá Matvælaráðuneytinu. Þetta finnst okkur óeðlileg vinnubrögð og ekki í samræmi við verksvið Samkeppniseftirlitsins,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Félagið sé tilbúið með allar þær upplýsingar sem beðið hafi verið um. Guðmundur segir málið hins vegar ekki snúast um það. „Þetta er prinsipp um hvað má framkvæmdavaldið ganga langt til að rannsaka einstaklinga og fyrirtæki í landinu.“ Brim ætli sér að kæra ákvörðun eftirlitsins um dagsektirnar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Við höfum fjórtán daga til að skila inn greinargerð og munum gera það. Sektirnar taka ekki gildi fyrr en úrskurðurinn kemur.“ Í framhaldinu muni Brim meta hvort úrskurði nefndarinnar verði unað eða málið tekið fyrir dómstóla. Vísar gagnrýni til föðurhúsanna Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í samtali við fréttastofu að málið sé ekki óvenjulegt. Ákvæðið um að ráðuneytið geti látið af eða frestað greiðslum ef vinna eftirlitsins er ekki talin í samræmi við samninginn sé alvanalegt. „Þarna er bara á ferðinni ákvæði sem er að tryggja ráðuneytinu að þessi fjármunir, sem það er að veita til Samkeppniseftirlitsins, séu nýttir í verkefni á málefnasviði ráðuneytisins. Ef Samkeppniseftirlitið hefði til dæmis ekki farið í þessa athugun þá, eðlilega, hefði ráðherra getað stöðvað greiðslurnar. Þetta er bara staðlað ákvæði í samningum af þessu tagi,“ segir Páll Gunnar. Það sé af og frá að Samkeppniseftirlitið sé í verktöku fyrir ráðuneytið. „Hvað þennan samning varðar þá er tryggilega gengið frá því að það er Samkeppniseftirlitið sem stýrir þessari rannsókn, hefur ákveðið að fara í hana og ráðherra kemur ekkert þar nærri.“ Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra muni hins vegar fá skýrsluna á sama tíma og hún kemur fyrir sjónir almennings, og muni ekki hafa möguleika á því að stýra farvegi rannsóknarinnar. „Við megum ekki gleyma því að þessi athugun snýst ekki um neitt annað en það að skapa almenningi og öðrum í þessu samfélagi góða yfirsýn yfir stjórnunar- og eignartengsl í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það er erfitt að ímynda sér að það geti margir verið á móti því,“ segir Páll Gunnar og bætir við að langflest sjávarútvegsfyrirtæki hafi starfað með eftirlitinu að því að skapa umrædda yfirsýn. Fjársvelti eftirlitsins bagalegt Páll Gunnar bendir á að Samkeppniseftirlitið sé rekið af opinberu fé, sem ákvarðað er af Alþingi. „Í þessu tilviki er ráðherra þá að ráðstafa fé í verkefni í sínum málaflokki, og hefur algjörlega heimild til þess. Þetta er í sjálfu sér ekki ósvipað öðru sem Samkeppniseftirlitið er að gera, en það er auðvitað undirselt ákvörðunum stjórnmálamanna um svigrúm til rekstrar. En það má, og er alveg tímabært að ræða hvort það þurfi ekki að breyta í heild sinni rekstrarfyrirkomulagi Samkeppniseftirlitsins, og gera það með svipuðum hætti og Fjármálaeftirlitið er rekið. Það er að segja, með gjaldi frá þeim fyrirtækjum sem lúta eftirliti,“ segir Páll Gunnar. Samkeppniseftirlitið sé einfaldlega fjársvelt og hafi ekki rekstrarsvigrúm til að sinna lögbundnu hlutverki sínu svo vel verði við unað. „Þess vegna hefur Samkeppniseftirlitið þurft að fara þá leið að fá í einstaka tilvikum viðbótarfé, með svipuðum hætti og þessum. Það er ekkert að því, að öðru leyti en því að auðvitað er þetta ekki gott fyrirkomulag fyrir eftirlitsstofnun af þessu tagi.“ Páll Gunnar gefur þannig lítið fyrir gagnrýni Guðmundar. „Ef Guðmundur í Brim vill vinna að því að skapa enn frekar sjálfstæði í kringum Samkeppniseftirlitið, svo sem eins með því að breyta rekstrarfyrikomulaginu þannig að eftirlitsskyldir aðilar, og þá fyrst og fremst stærri fyrirtæki í landinu, greiði fyrir eftirlitið í gegnum einhverskonar skattstofn, þá er það langbesta fyrirkomulagið og eitthvað sem þarf að keppa að,“ segir Páll Gunnar. Vonbrigði Hann segir viðbrögð Brims vera vonbrigði. „Og auðvitað bagalegt fyrir rannsóknina að fyrirtæki í þessari grein séu ekki með í því að vinna að þessu eðlilega og sjálfsagða verkefni, sem er að skapa yfirsýn yfir stjórnunar- og eignartengsl á þessu sviði. Það er auðvitað þess fallið að tefja rannsóknina og gera hana erfiðari og kostnaðarsamari, sem er auðvitað miður. Samkeppnismál Sjávarútvegur Brim Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Í gær var greint frá því að Brim hf. ætlaði sér ekki að afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir. Samkeppniseftirlitið ákvað að beita Brim dagsektum þar sem félagið hefði ekki látið af hendi umbeðin gögn í tengslum við rannsóknina. Dagsektirnar nema þremur og hálfri milljón og byrja að reiknast eftir tvær vikur. Í samningi Samkeppniseftirlitsins við Matvælaráðuneytið um skýrsluna er kveðið á um að ráðuneytið greiði eftirlitinu 35 milljónir króna í fjórum hlutum fyrir vinnuna. Síðasta greiðslan greiðist fyrir lok þess árs, samkvæmt samningnum. Forstjóri Brims er gagnrýninn á vinnubrögð í málinu, en í samningi ráðuneytisins við eftirlitið kemur fram að ráðuneytinu sé heimilt að stöðva eða fresta greiðslum telji það framkvæmd verkefnisins ekki í samræmi við samninginn. „Eftir að við fengum samninginn í gær, þá virðist vera eins og Samkeppniseftirlitið sé verktaki hjá Matvælaráðuneytinu. Þetta finnst okkur óeðlileg vinnubrögð og ekki í samræmi við verksvið Samkeppniseftirlitsins,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Félagið sé tilbúið með allar þær upplýsingar sem beðið hafi verið um. Guðmundur segir málið hins vegar ekki snúast um það. „Þetta er prinsipp um hvað má framkvæmdavaldið ganga langt til að rannsaka einstaklinga og fyrirtæki í landinu.“ Brim ætli sér að kæra ákvörðun eftirlitsins um dagsektirnar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Við höfum fjórtán daga til að skila inn greinargerð og munum gera það. Sektirnar taka ekki gildi fyrr en úrskurðurinn kemur.“ Í framhaldinu muni Brim meta hvort úrskurði nefndarinnar verði unað eða málið tekið fyrir dómstóla. Vísar gagnrýni til föðurhúsanna Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í samtali við fréttastofu að málið sé ekki óvenjulegt. Ákvæðið um að ráðuneytið geti látið af eða frestað greiðslum ef vinna eftirlitsins er ekki talin í samræmi við samninginn sé alvanalegt. „Þarna er bara á ferðinni ákvæði sem er að tryggja ráðuneytinu að þessi fjármunir, sem það er að veita til Samkeppniseftirlitsins, séu nýttir í verkefni á málefnasviði ráðuneytisins. Ef Samkeppniseftirlitið hefði til dæmis ekki farið í þessa athugun þá, eðlilega, hefði ráðherra getað stöðvað greiðslurnar. Þetta er bara staðlað ákvæði í samningum af þessu tagi,“ segir Páll Gunnar. Það sé af og frá að Samkeppniseftirlitið sé í verktöku fyrir ráðuneytið. „Hvað þennan samning varðar þá er tryggilega gengið frá því að það er Samkeppniseftirlitið sem stýrir þessari rannsókn, hefur ákveðið að fara í hana og ráðherra kemur ekkert þar nærri.“ Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra muni hins vegar fá skýrsluna á sama tíma og hún kemur fyrir sjónir almennings, og muni ekki hafa möguleika á því að stýra farvegi rannsóknarinnar. „Við megum ekki gleyma því að þessi athugun snýst ekki um neitt annað en það að skapa almenningi og öðrum í þessu samfélagi góða yfirsýn yfir stjórnunar- og eignartengsl í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það er erfitt að ímynda sér að það geti margir verið á móti því,“ segir Páll Gunnar og bætir við að langflest sjávarútvegsfyrirtæki hafi starfað með eftirlitinu að því að skapa umrædda yfirsýn. Fjársvelti eftirlitsins bagalegt Páll Gunnar bendir á að Samkeppniseftirlitið sé rekið af opinberu fé, sem ákvarðað er af Alþingi. „Í þessu tilviki er ráðherra þá að ráðstafa fé í verkefni í sínum málaflokki, og hefur algjörlega heimild til þess. Þetta er í sjálfu sér ekki ósvipað öðru sem Samkeppniseftirlitið er að gera, en það er auðvitað undirselt ákvörðunum stjórnmálamanna um svigrúm til rekstrar. En það má, og er alveg tímabært að ræða hvort það þurfi ekki að breyta í heild sinni rekstrarfyrirkomulagi Samkeppniseftirlitsins, og gera það með svipuðum hætti og Fjármálaeftirlitið er rekið. Það er að segja, með gjaldi frá þeim fyrirtækjum sem lúta eftirliti,“ segir Páll Gunnar. Samkeppniseftirlitið sé einfaldlega fjársvelt og hafi ekki rekstrarsvigrúm til að sinna lögbundnu hlutverki sínu svo vel verði við unað. „Þess vegna hefur Samkeppniseftirlitið þurft að fara þá leið að fá í einstaka tilvikum viðbótarfé, með svipuðum hætti og þessum. Það er ekkert að því, að öðru leyti en því að auðvitað er þetta ekki gott fyrirkomulag fyrir eftirlitsstofnun af þessu tagi.“ Páll Gunnar gefur þannig lítið fyrir gagnrýni Guðmundar. „Ef Guðmundur í Brim vill vinna að því að skapa enn frekar sjálfstæði í kringum Samkeppniseftirlitið, svo sem eins með því að breyta rekstrarfyrikomulaginu þannig að eftirlitsskyldir aðilar, og þá fyrst og fremst stærri fyrirtæki í landinu, greiði fyrir eftirlitið í gegnum einhverskonar skattstofn, þá er það langbesta fyrirkomulagið og eitthvað sem þarf að keppa að,“ segir Páll Gunnar. Vonbrigði Hann segir viðbrögð Brims vera vonbrigði. „Og auðvitað bagalegt fyrir rannsóknina að fyrirtæki í þessari grein séu ekki með í því að vinna að þessu eðlilega og sjálfsagða verkefni, sem er að skapa yfirsýn yfir stjórnunar- og eignartengsl á þessu sviði. Það er auðvitað þess fallið að tefja rannsóknina og gera hana erfiðari og kostnaðarsamari, sem er auðvitað miður.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Brim Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira