Íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sinum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 12:01 Jason Daði Svanþórsson fagnar marki sínu á móti Shamrock Rovers ásamt Kristni Steindórssyni. Vísir / Diego Breiðablik og KA eru komin áfram í Evrópukeppnum sínum en Víkingar eru úr leik þrátt fyrir sigur í seinni leik sínum. Góður árangur íslensku félaganna í Evrópukeppni undanfarin ár hefur tryggt Íslandi fjögur Evrópusæti á nýjan leik. Athygli vekur að íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sínum í ár og þegar hafa tuttugu íslensk mörk litið dagsins ljós í Evrópukeppnum í sumar. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína þar af tvo á móti írska félaginu Shamrock Rovers. Áður höfðu Blikar unnið Tre Penne frá San Marinó og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppninni. Markatala Blika í Evrópu í ár er nú þrettán mörk í plús, fimmtán mörk skoruð en aðeins tvö fengin á sig. Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjunum og samtals fjögur mörk. Fjórir leikmenn Blika eru komnir með tvö Evrópumörk í ár eða þeir Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Hin mörkin skoruðu síðan þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen. KA-menn unnu einnig báða leiki sína á móti velska félaginu Connah's Quay Nomads og urðu úrslitin 2-0 í báðum leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum en hin mörkin skoruðu Hallgrímur Mar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Víkingar töpuðu fyrri leiknum á móti Riga 0-2 en unnu 1-0 sigur í seinni leiknum í Víkinni í gær. Víkingar voru nálægt því að skora annað mark og tryggja sér framlengingu en eftir þetta tap er Evrópudraumurinn úti í Fossvoginum. Sigurmark Víkinga í gær skoraði Helgi Guðjónsson. Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Góður árangur íslensku félaganna í Evrópukeppni undanfarin ár hefur tryggt Íslandi fjögur Evrópusæti á nýjan leik. Athygli vekur að íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sínum í ár og þegar hafa tuttugu íslensk mörk litið dagsins ljós í Evrópukeppnum í sumar. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína þar af tvo á móti írska félaginu Shamrock Rovers. Áður höfðu Blikar unnið Tre Penne frá San Marinó og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppninni. Markatala Blika í Evrópu í ár er nú þrettán mörk í plús, fimmtán mörk skoruð en aðeins tvö fengin á sig. Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjunum og samtals fjögur mörk. Fjórir leikmenn Blika eru komnir með tvö Evrópumörk í ár eða þeir Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Hin mörkin skoruðu síðan þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen. KA-menn unnu einnig báða leiki sína á móti velska félaginu Connah's Quay Nomads og urðu úrslitin 2-0 í báðum leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum en hin mörkin skoruðu Hallgrímur Mar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Víkingar töpuðu fyrri leiknum á móti Riga 0-2 en unnu 1-0 sigur í seinni leiknum í Víkinni í gær. Víkingar voru nálægt því að skora annað mark og tryggja sér framlengingu en eftir þetta tap er Evrópudraumurinn úti í Fossvoginum. Sigurmark Víkinga í gær skoraði Helgi Guðjónsson. Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús
Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira