Íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sinum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 12:01 Jason Daði Svanþórsson fagnar marki sínu á móti Shamrock Rovers ásamt Kristni Steindórssyni. Vísir / Diego Breiðablik og KA eru komin áfram í Evrópukeppnum sínum en Víkingar eru úr leik þrátt fyrir sigur í seinni leik sínum. Góður árangur íslensku félaganna í Evrópukeppni undanfarin ár hefur tryggt Íslandi fjögur Evrópusæti á nýjan leik. Athygli vekur að íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sínum í ár og þegar hafa tuttugu íslensk mörk litið dagsins ljós í Evrópukeppnum í sumar. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína þar af tvo á móti írska félaginu Shamrock Rovers. Áður höfðu Blikar unnið Tre Penne frá San Marinó og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppninni. Markatala Blika í Evrópu í ár er nú þrettán mörk í plús, fimmtán mörk skoruð en aðeins tvö fengin á sig. Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjunum og samtals fjögur mörk. Fjórir leikmenn Blika eru komnir með tvö Evrópumörk í ár eða þeir Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Hin mörkin skoruðu síðan þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen. KA-menn unnu einnig báða leiki sína á móti velska félaginu Connah's Quay Nomads og urðu úrslitin 2-0 í báðum leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum en hin mörkin skoruðu Hallgrímur Mar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Víkingar töpuðu fyrri leiknum á móti Riga 0-2 en unnu 1-0 sigur í seinni leiknum í Víkinni í gær. Víkingar voru nálægt því að skora annað mark og tryggja sér framlengingu en eftir þetta tap er Evrópudraumurinn úti í Fossvoginum. Sigurmark Víkinga í gær skoraði Helgi Guðjónsson. Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Góður árangur íslensku félaganna í Evrópukeppni undanfarin ár hefur tryggt Íslandi fjögur Evrópusæti á nýjan leik. Athygli vekur að íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sínum í ár og þegar hafa tuttugu íslensk mörk litið dagsins ljós í Evrópukeppnum í sumar. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína þar af tvo á móti írska félaginu Shamrock Rovers. Áður höfðu Blikar unnið Tre Penne frá San Marinó og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppninni. Markatala Blika í Evrópu í ár er nú þrettán mörk í plús, fimmtán mörk skoruð en aðeins tvö fengin á sig. Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjunum og samtals fjögur mörk. Fjórir leikmenn Blika eru komnir með tvö Evrópumörk í ár eða þeir Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Hin mörkin skoruðu síðan þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen. KA-menn unnu einnig báða leiki sína á móti velska félaginu Connah's Quay Nomads og urðu úrslitin 2-0 í báðum leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum en hin mörkin skoruðu Hallgrímur Mar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Víkingar töpuðu fyrri leiknum á móti Riga 0-2 en unnu 1-0 sigur í seinni leiknum í Víkinni í gær. Víkingar voru nálægt því að skora annað mark og tryggja sér framlengingu en eftir þetta tap er Evrópudraumurinn úti í Fossvoginum. Sigurmark Víkinga í gær skoraði Helgi Guðjónsson. Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús
Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira