Afmælisbarnið kom í veg fyrir stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:27 Daniela Solera átti stórleik í marki Kosta Ríka og kom í veg fyrir mun stærra tap. AP/John Cowpland Spænska kvennalandsliðið þykir líklegt til afreka á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og þær byrjuðu mótið afar sannfærandi. Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira