Nýjar verðbólgutölur „mjög góð tíðindi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2023 12:07 Hildur Margrét Jóhannsdóttir er hagfræðingur hjá Landsbankanum. landsbankinn Hagfræðingur segir uppfærðar verðbólgutölur Hagstofunnar gefa góð fyrirheit og að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur. Ársverðbólga í júlí mælist minni en sérfræðingar höfðu spáð. Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fyrir júlímánuð hækkaði vísitala neysluverðs um 0,03 prósent á milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli fer því úr 8,9 prósentum í 7,6 prósent. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hjöðnunina meiri en spáð hafði verið. „Við spáðum fyrst að hún færi í 7,9 prósent, en vorum reyndar búin að lækka þá spá í 7,7. En þetta eru í raun bara mjög góð tíðindi,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Á miðvikudag var greint frá því að samdráttur í húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu kæmi líklega til með að draga verðbólguna niður fyrir spár bankanna. Sú virðist hafa verið raunin. „Við sjáum að framlag húsnæðis til verðbólgunnar er að dragast saman, og líka framlag innlendrar þjónustu, þannig að það virðist bara vera að draga aðeins úr eftirspurnarþrýstingnum.“ Er þetta merki um að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur? „Já, þetta er merki um það og það voru einmitt komnar fram vísbendingar um það áður. Við sjáum að kortaveltan hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sem sýnir einmitt minni eftirspurnarþrýsting, og húsnæðisverð lækkaði í júní.“ Samverkandi þættir Uppfærðar verðbólgutölur gefi góð fyrirheit um áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Hið sama eigi við um framtíðarákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. „En þó er ekkert útilokað að vextir haldi eitthvað áfram að hækka,“ segir Hildur Margrét. Fleira en vaxtahækkanir spili þó inn í hjöðnunina. Til að mynda hafi 12 ára samfelldri kaupmáttaraukningu lokið í júní á síðasta ári. „Svo höfum við talað um að fólk sennilega átt einhvern uppsafnaðan sparnað eftir Covid, og það er alveg hugsanlegt að fólk sé bara búið að ganga dálítið á þann sparnað og hafi ekki það svigrúm núna.“ Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40 Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fyrir júlímánuð hækkaði vísitala neysluverðs um 0,03 prósent á milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli fer því úr 8,9 prósentum í 7,6 prósent. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hjöðnunina meiri en spáð hafði verið. „Við spáðum fyrst að hún færi í 7,9 prósent, en vorum reyndar búin að lækka þá spá í 7,7. En þetta eru í raun bara mjög góð tíðindi,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Á miðvikudag var greint frá því að samdráttur í húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu kæmi líklega til með að draga verðbólguna niður fyrir spár bankanna. Sú virðist hafa verið raunin. „Við sjáum að framlag húsnæðis til verðbólgunnar er að dragast saman, og líka framlag innlendrar þjónustu, þannig að það virðist bara vera að draga aðeins úr eftirspurnarþrýstingnum.“ Er þetta merki um að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur? „Já, þetta er merki um það og það voru einmitt komnar fram vísbendingar um það áður. Við sjáum að kortaveltan hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sem sýnir einmitt minni eftirspurnarþrýsting, og húsnæðisverð lækkaði í júní.“ Samverkandi þættir Uppfærðar verðbólgutölur gefi góð fyrirheit um áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Hið sama eigi við um framtíðarákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. „En þó er ekkert útilokað að vextir haldi eitthvað áfram að hækka,“ segir Hildur Margrét. Fleira en vaxtahækkanir spili þó inn í hjöðnunina. Til að mynda hafi 12 ára samfelldri kaupmáttaraukningu lokið í júní á síðasta ári. „Svo höfum við talað um að fólk sennilega átt einhvern uppsafnaðan sparnað eftir Covid, og það er alveg hugsanlegt að fólk sé bara búið að ganga dálítið á þann sparnað og hafi ekki það svigrúm núna.“
Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40 Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40
Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54