Myndir þú henda gulli í ruslið? Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið. Þrátt fyrir það henda Íslendingar einu til tveimur kílóum af spilliefnum og raftækjum í blandaðan heimilisúrgang á hverju ári – úrgangi sem er ríkur af verðmætum hráefnum, meðal annars gulli, kopar og silfri. Óafvitandi erum við nú þegar að henda gulli í ruslið. Öll raftæki eiga það sameiginlegt að innihalda verðmæt efni sem eru af skornum skammti. Þessi efni eru þýðingarmikil fyrir nýja tækni, innleiðingu hringrásarhagkerfis og framleiðslu á nýjum raftækjum. Án þessara efna væru engir snjallsímar, engar vindmyllur og engir rafbílar. Vegna þess að raftæki innihalda verðmæt hráefni er sérstaklega mikilvægt að þau rati í réttan endurvinnslufarveg þegar líftíma þeirra lýkur. Raftæki eiga aldrei að fara í blandað sorp og raftæki sem safna ryki ofan í skúffum ættu líklega betur heima í endurvinnslu. Það er auðvelt að koma raftækjum í endurvinnslu. Endurvinnslustöðvar taka á móti raftækjum en sömuleiðis taka stærri raftækjaverslanir á móti litlum raftækjum eftir að líftíma þeirra lýkur. Raftæki eru víða í kringum okkur, bæði auðþekkjanleg tæki eins og ísskápur, þvottavél og sjónvarp en einnig tæki sem við hugsum ekki endilega um sem raftæki en eru það samt, eins og vasareiknir, hleðslusnúrur og skór sem blikka. Líttu í kringum þig og teldu raftækin sem þú sérð. Án þess að hafa vitað af því átt þú líklega bæði gull og önnur verðmæt efni sem hluta af raftækjunum þínum. Einn daginn mun líftíma þeirra ljúka og þá verður hægt að endurvinna verðmætu efnin úr tækinu. Kannski verður silfrið hluti af þínum framtíðarsnjallsíma. Kannski verður gullið í því notað í trúlofunarhring einhvers sem þú þekkir. Með því að endurvinna gömul raftæki býrðu þeim til nýja framtíð. Er tækið mitt raftæki? Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að um raftæki sé að ræða:- hægt er að stinga tækinu í samband- tækið er með rafmagnsvíra- tækið blikkar eða framleiðir ljós- tækið er með hátalara- tækið er með hitastillingu- tækið notar fjarlægjanlegar eða ófjarlægjanlegar rafhlöður Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorpa Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið. Þrátt fyrir það henda Íslendingar einu til tveimur kílóum af spilliefnum og raftækjum í blandaðan heimilisúrgang á hverju ári – úrgangi sem er ríkur af verðmætum hráefnum, meðal annars gulli, kopar og silfri. Óafvitandi erum við nú þegar að henda gulli í ruslið. Öll raftæki eiga það sameiginlegt að innihalda verðmæt efni sem eru af skornum skammti. Þessi efni eru þýðingarmikil fyrir nýja tækni, innleiðingu hringrásarhagkerfis og framleiðslu á nýjum raftækjum. Án þessara efna væru engir snjallsímar, engar vindmyllur og engir rafbílar. Vegna þess að raftæki innihalda verðmæt hráefni er sérstaklega mikilvægt að þau rati í réttan endurvinnslufarveg þegar líftíma þeirra lýkur. Raftæki eiga aldrei að fara í blandað sorp og raftæki sem safna ryki ofan í skúffum ættu líklega betur heima í endurvinnslu. Það er auðvelt að koma raftækjum í endurvinnslu. Endurvinnslustöðvar taka á móti raftækjum en sömuleiðis taka stærri raftækjaverslanir á móti litlum raftækjum eftir að líftíma þeirra lýkur. Raftæki eru víða í kringum okkur, bæði auðþekkjanleg tæki eins og ísskápur, þvottavél og sjónvarp en einnig tæki sem við hugsum ekki endilega um sem raftæki en eru það samt, eins og vasareiknir, hleðslusnúrur og skór sem blikka. Líttu í kringum þig og teldu raftækin sem þú sérð. Án þess að hafa vitað af því átt þú líklega bæði gull og önnur verðmæt efni sem hluta af raftækjunum þínum. Einn daginn mun líftíma þeirra ljúka og þá verður hægt að endurvinna verðmætu efnin úr tækinu. Kannski verður silfrið hluti af þínum framtíðarsnjallsíma. Kannski verður gullið í því notað í trúlofunarhring einhvers sem þú þekkir. Með því að endurvinna gömul raftæki býrðu þeim til nýja framtíð. Er tækið mitt raftæki? Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að um raftæki sé að ræða:- hægt er að stinga tækinu í samband- tækið er með rafmagnsvíra- tækið blikkar eða framleiðir ljós- tækið er með hátalara- tækið er með hitastillingu- tækið notar fjarlægjanlegar eða ófjarlægjanlegar rafhlöður Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun