Innlent

Esjan sést ekki fyrir gos­móðu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Vanalega sést í Esjuna frá höfuðstöðvum fréttastofu en nú er hún horfin.
Vanalega sést í Esjuna frá höfuðstöðvum fréttastofu en nú er hún horfin. kolbeinn tumi

Gosmóða liggur yfir höfuðborginni í bland við þokuloft og því lítið skyggni á svæðinu. Esjan sem vanalega sést út um gluggann frá höfuðstöðvum fréttastofu er horfin inn í móðuna.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur kemur fram að gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast í súlfat og greinist því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíð. Mælingar á fínna svifryki gefi þó vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar. 

„Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni.

Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi.kolbeinn tumi

Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi:

  • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
  • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu.
  • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.
  • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun
  • Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra
  • Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr.
  • Hækkaðu hitastigið í húsinu.
  • Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra.

Tengdar fréttir

Gos­móða suð­vestan­lands og á Suður­landi

Nokkur gosmóða er nú suðvestanlands og á Suðurlandi sem dregur úr skyggni auk þess sem SO2 gasmengun eða brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum leggur áherslu á að ekki sé farið með ung börn að gosstöðvunum á Reykjanesi en aðstoða þurfti fjölskyldu með tvo lítil úrvinda börn á svæðinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×