Æsispennandi kosningabarátta á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. júlí 2023 14:02 Leiðtogar þriggja flokka sem bjóða fram á landsvísu mættust í lokaumræðum í spænska ríkissjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld. Talið frá vinstri: Santiago Abascal (VOX), Yolanda Díaz (Sumar) og Pedro Sánchez (PSOE). Það vakti mikla undrun og sætti gagnrýni að formaður hægri flokksins Partido Popular, Alberto Feijóo, ákvað að taka ekki þátt í umræðunum og telja stjórnmálaskýrendur það hafa verið mikil mistök í ljósi þess hve hnífjöfn kosningabaráttan er. Cesar Luis de Luca/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira