Læknaður af „Matta Vill-sjúkdómnum“ og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2023 14:31 Arnar er spenntur að sjá Aron Elís spila gegn „erkióvinum“ Víkings í KR í kvöld. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir frumraun Arons Elís Þrándarsonar sem hefur æft með liðinu um þriggja vikna skeið. Aron fékk í gegn félagsskipti í vikunni og verður í eldlínunni gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld. Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn