Læknaður af „Matta Vill-sjúkdómnum“ og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2023 14:31 Arnar er spenntur að sjá Aron Elís spila gegn „erkióvinum“ Víkings í KR í kvöld. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir frumraun Arons Elís Þrándarsonar sem hefur æft með liðinu um þriggja vikna skeið. Aron fékk í gegn félagsskipti í vikunni og verður í eldlínunni gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld. Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira