Newcastle tilkynnir Barnes, Silva neitar Al-Ahli og kaupir Jiménez á meðan Zaha fer til Tyrklands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 16:31 Marco Silva og Mitrović sem er mögulega á leið frá Fulham. James Williamson/Getty Images Að venju er nóg um að vera á félagaskiptamarkaðnum í Evrópuknattspyrnunni. Newcastle United hefur tilkynnt komu Harvey Barnes á meðan Fulham virðist ætla að ná að halda í þjálfara sinn ásamt því að næla í nýjan framherjann. Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira