„Vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik" Ásgeir Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2023 22:45 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut gegn Fram. Valur komst snemma yfir og bar mikla yfirburði í upphafi en spilamennskan dalaði svo töluvert í seinni hálfleiknum, þeim tókst þó að halda þetta út og klára leikinn 1-0. Valsmenn koma sér með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. „Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira