Lék á FIFA með sínum eigin regnboga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 09:30 Tilfinningarnar flæddu hjá Ali Riley í leikslok á fyrsta sigri nýsjálenska kvennalandsliðsins á HM í fótbolta og hér má sjá í hluta af regnboganöglunum hennar. AP/Andrew Cornaga Nýja-Sjáland vann eftirminnilegan sigur í opnunarleik HM kvenna í fótbolta á dögunum en þær nýsjálensku fá ekki aðeins hrós fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Alþjóða knattspyrnusambandið bannaði regnbogafyrirliðaböndin á HM kvenna alveg eins og sambandið gerði á HM í Katar í desember síðastliðnum. Fyrirliðarnir gátu valið úr átta mismunandi fyrirliðaböndum, sem á voru skrifuð jákvæð skilaboð, en regnbogalitirnir máttu þó hvergi sjást. Ali Riley captained New Zealand to a historic first ever World Cup win on Thursday as her team defeated Norway 1-0, but it was her nails that made headlines after the game, as well as her performance on the pitch https://t.co/TlwTQ51BHs— CNN International (@cnni) July 21, 2023 Þetta var fimmta heimsmeistaramót Nýja Sjálands en liðið hafði aldrei fagnað sigri fyrr en nú. Það og að þær voru á heimavelli gerði stundina enn stærri fyrir leikmenn liðsins sem mátti líka sjá á viðbrögðum þeirra í leikslok. Ali Riley, 35 ára fyrirliði nýsjálenska landsliðsins, átti þannig erfitt með að stjórna tilfinningum sínum eftir leikinn. Hún hafði hins vegar stjórn á því að leika á regluverk FIFA á nýstárlegan hátt. Þegar Ali Riley mætti í viðtölin eftir leikinn þá tók hún mikið um höfuð sitt enda enn að átta sig á þýðingu úrslita leiksins. Það gaf um leið sjónvarpsáhorfendum út um allan heim að sjá að hún var að plata forráðamenn FIFA með sínum eigin regnboga. Riley hafði nefnilega málað neglur sína í regnbogalitunum, hver nögl með sinn eigin lit. Hún reyndi vísvitandi að sína neglurnar og það var enginn vafi um að hún var þarna að senda skilaboð. Riley spilar með Angel City FC í Bandaríkjunum og félagið hennar var fljótt að benda á framtak leikmannsins. „Ali Riley (og regnboganeglur hennar) eru að brjóta Internetið,“ skrifaði Angel City á samfélagsmiðla sína undir mynd af henni. Nothing stopping Ali Riley from showing PRIDE at the World Cup this summer #FIFAWWC #Pride pic.twitter.com/FpnbFAYqtO— Women s Sports Exchange (@wsportsxchange) July 20, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið bannaði regnbogafyrirliðaböndin á HM kvenna alveg eins og sambandið gerði á HM í Katar í desember síðastliðnum. Fyrirliðarnir gátu valið úr átta mismunandi fyrirliðaböndum, sem á voru skrifuð jákvæð skilaboð, en regnbogalitirnir máttu þó hvergi sjást. Ali Riley captained New Zealand to a historic first ever World Cup win on Thursday as her team defeated Norway 1-0, but it was her nails that made headlines after the game, as well as her performance on the pitch https://t.co/TlwTQ51BHs— CNN International (@cnni) July 21, 2023 Þetta var fimmta heimsmeistaramót Nýja Sjálands en liðið hafði aldrei fagnað sigri fyrr en nú. Það og að þær voru á heimavelli gerði stundina enn stærri fyrir leikmenn liðsins sem mátti líka sjá á viðbrögðum þeirra í leikslok. Ali Riley, 35 ára fyrirliði nýsjálenska landsliðsins, átti þannig erfitt með að stjórna tilfinningum sínum eftir leikinn. Hún hafði hins vegar stjórn á því að leika á regluverk FIFA á nýstárlegan hátt. Þegar Ali Riley mætti í viðtölin eftir leikinn þá tók hún mikið um höfuð sitt enda enn að átta sig á þýðingu úrslita leiksins. Það gaf um leið sjónvarpsáhorfendum út um allan heim að sjá að hún var að plata forráðamenn FIFA með sínum eigin regnboga. Riley hafði nefnilega málað neglur sína í regnbogalitunum, hver nögl með sinn eigin lit. Hún reyndi vísvitandi að sína neglurnar og það var enginn vafi um að hún var þarna að senda skilaboð. Riley spilar með Angel City FC í Bandaríkjunum og félagið hennar var fljótt að benda á framtak leikmannsins. „Ali Riley (og regnboganeglur hennar) eru að brjóta Internetið,“ skrifaði Angel City á samfélagsmiðla sína undir mynd af henni. Nothing stopping Ali Riley from showing PRIDE at the World Cup this summer #FIFAWWC #Pride pic.twitter.com/FpnbFAYqtO— Women s Sports Exchange (@wsportsxchange) July 20, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira