Fögnuður bandarísku stelpnanna var tileinkaður föllnum liðsfélaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 14:00 Sophia Smith skoraði tvö mörk í fyrsta leik bandaríska landsliðsins á HM. Getty/Robin Alam Sophia Smith skoraði fyrsta mark bandaríska landsliðsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og fagnaði markinu með sérstökum hætti. Nú vitum við af hverju. Smith fagnaði markinu með því að renna aftur fyrir munninn sinn eða „zip your lips“ upp á enska tungu. Sjónvarpsvélarnar náðu reyndar fögnuðinum ekki nógu vel en Smith var þarna að tileinka markið sitt föllnum liðsfélaga. Naomi Girma makes her World Cup debut today for the @uswnt, but she's doing it without her best friend.On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. This is for her. (via: @PlayersTribune) pic.twitter.com/780qdsN6N4— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) July 21, 2023 Sú heitir Katie Meyer og lék með Sophiu Smith og Naomi Girma hjá Stanford háskólanum. Meyer féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. Girma og Meyer voru mjög góðar vinkonur. Naomi Girma ræddi við fjölmiðlamenn í dag og sagði frá hvað þær voru að hugsa. ESPN sagði frá. „Við sögðum að ef einhver okkar skoraði, líklega hún [Smith], þá myndum við fagna svona. Þetta var önnur leið fyrir okkur til að heiðra minningu hennar,“ sagði Naomi Girma. On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. For @naomi_girma, this is bigger than soccer.The @USWNT defender wrote about her best friend s life and continuing her legacy. https://t.co/uRadYpjDba— The Players' Tribune (@PlayersTribune) July 18, 2023 Meyer, sem var markvörður, tryggði Stanford háskólatitilinn 2019 með því að verja víti í vítakeppni í úrslitaleiknum. Hún fagnaði þá með því að renna fyrir munninn sinn. Smith og Girma voru þá liðsfélagar hennar. Meyer tók sitt eigið líf í mars 2022 og síðan þá hafa Smith og Girma gert allt sitt til að auka skilning á mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsu íþróttafólks. „Það eru margir leikmenn að tala um andlega heilsu, við meðtaldar, því við sjáum þetta sem gott tækifæri til að setja hluti í sviðsljósið sem skipta okkur máli. Þetta málefni hefur átt sér samastað í innsta kjarna liðsins í langan tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að halda umræðunni áfram,“ sagði Girma. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir bæði mig Soph,“ sagði Girma. Naomi Girma on Sophia Smith's celebration in honor of Katie Meyer. #USWNT #FIFAWWC pic.twitter.com/9eznqyocyr— Meg Linehan (@itsmeglinehan) July 24, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Smith fagnaði markinu með því að renna aftur fyrir munninn sinn eða „zip your lips“ upp á enska tungu. Sjónvarpsvélarnar náðu reyndar fögnuðinum ekki nógu vel en Smith var þarna að tileinka markið sitt föllnum liðsfélaga. Naomi Girma makes her World Cup debut today for the @uswnt, but she's doing it without her best friend.On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. This is for her. (via: @PlayersTribune) pic.twitter.com/780qdsN6N4— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) July 21, 2023 Sú heitir Katie Meyer og lék með Sophiu Smith og Naomi Girma hjá Stanford háskólanum. Meyer féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. Girma og Meyer voru mjög góðar vinkonur. Naomi Girma ræddi við fjölmiðlamenn í dag og sagði frá hvað þær voru að hugsa. ESPN sagði frá. „Við sögðum að ef einhver okkar skoraði, líklega hún [Smith], þá myndum við fagna svona. Þetta var önnur leið fyrir okkur til að heiðra minningu hennar,“ sagði Naomi Girma. On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. For @naomi_girma, this is bigger than soccer.The @USWNT defender wrote about her best friend s life and continuing her legacy. https://t.co/uRadYpjDba— The Players' Tribune (@PlayersTribune) July 18, 2023 Meyer, sem var markvörður, tryggði Stanford háskólatitilinn 2019 með því að verja víti í vítakeppni í úrslitaleiknum. Hún fagnaði þá með því að renna fyrir munninn sinn. Smith og Girma voru þá liðsfélagar hennar. Meyer tók sitt eigið líf í mars 2022 og síðan þá hafa Smith og Girma gert allt sitt til að auka skilning á mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsu íþróttafólks. „Það eru margir leikmenn að tala um andlega heilsu, við meðtaldar, því við sjáum þetta sem gott tækifæri til að setja hluti í sviðsljósið sem skipta okkur máli. Þetta málefni hefur átt sér samastað í innsta kjarna liðsins í langan tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að halda umræðunni áfram,“ sagði Girma. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir bæði mig Soph,“ sagði Girma. Naomi Girma on Sophia Smith's celebration in honor of Katie Meyer. #USWNT #FIFAWWC pic.twitter.com/9eznqyocyr— Meg Linehan (@itsmeglinehan) July 24, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira