Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 11:47 Miklar skemmdir urðu á altari í austurhluta dómkikrjunnar. AP/Jae C. Hong Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15