Markadrottning Norðmanna gekk af velli rétt áður en að leikurinn hófst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 09:57 Ada Hegerberg sést hér hita upp fyrir leiksins en hún fann til í náranum og hætti við að spila skömmu áður en leikurinn var flautaður í gang. Getty/Phil Walter Noregur og Sviss gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Stærsta frétt leiksins gerðist nokkrum sekúndum áður en leikurinn var flautaður á. Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti