Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2023 22:50 María og Ryan vörðu jólunum saman á Íslandi árið 2021 eftir að hún veikist á leið heim til Bandaríkjanna. Úr einkasafni Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi. „Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar. Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar.
Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12