„Það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 23:16 Óskar Hrafn var svekktur með frammistöðu sinna manna í kvöld Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hundsvekktur eftir tap hans manna gegn FCK í kvöld í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið þurfi að bæta sig ef það ætlar sér að taka næsta skref í Evrópu. „Ég met þetta bara sem svo að akkúrat núna erum við bara ekki komnir lengra en þetta. Við spilum á móti gæðaliði og gerum tvenn varnarmistök í fyrri hálfleik sem kosta dýrt. Við spilum í gegnum þá eins og að drekka vatn en erum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi. Ef við ætlum að taka skref í Evrópu þá þurfum við að vera betri í þessum tveimur hlutum.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Þjálfarinn segir einvígið alls ekki búið og vonar að liðið geri betur í seinni leik einvígisins. Hann segir þó að spilamennskunni þurfi að fylgja einhver mörk ef liðið ætli sér að ná árangri. „Sorglegt að við höfum ekki nýtt betur möguleikana sem við fengum og ekki varist betur þegar á reyndi en mér líður ekki eins og þetta einvígi sé búið. Mér fannst við spila vel á löngum köflum, fórum í gegnum þá en þegar þú skorar ekki þá telur það lítið á þessu stigi keppninnar.“ Óskar var svo spurður út í þróun liðsins síðustu ár og hvort liðið sé komið lengra en þegar hann tók við því árið 2020. „Erfitt að segja að þróunin sé ekki komin lengra, ég meina hversu langt á hún að vera komin? Ég hefði samt viljað sjá okkur vera betri í þeim atriðum sem ég taldi upp. Þróunin er komin langt það er alveg ljóst... en við erum greinilega ekki komnir þangað að við getum tekið FCK og unnið þá.“ Þjálfarinn sagðist hundfúll með niðurstöðuna og sagði það ekki skipta máli hvernig liðið spilaði þegar niðurstaðan væri tap. „Mér fannst við ekki þurfa að tapa þessum leik, ég átta mig alveg á því að FCK er frábært lið og allt það en það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
„Ég met þetta bara sem svo að akkúrat núna erum við bara ekki komnir lengra en þetta. Við spilum á móti gæðaliði og gerum tvenn varnarmistök í fyrri hálfleik sem kosta dýrt. Við spilum í gegnum þá eins og að drekka vatn en erum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi. Ef við ætlum að taka skref í Evrópu þá þurfum við að vera betri í þessum tveimur hlutum.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Þjálfarinn segir einvígið alls ekki búið og vonar að liðið geri betur í seinni leik einvígisins. Hann segir þó að spilamennskunni þurfi að fylgja einhver mörk ef liðið ætli sér að ná árangri. „Sorglegt að við höfum ekki nýtt betur möguleikana sem við fengum og ekki varist betur þegar á reyndi en mér líður ekki eins og þetta einvígi sé búið. Mér fannst við spila vel á löngum köflum, fórum í gegnum þá en þegar þú skorar ekki þá telur það lítið á þessu stigi keppninnar.“ Óskar var svo spurður út í þróun liðsins síðustu ár og hvort liðið sé komið lengra en þegar hann tók við því árið 2020. „Erfitt að segja að þróunin sé ekki komin lengra, ég meina hversu langt á hún að vera komin? Ég hefði samt viljað sjá okkur vera betri í þeim atriðum sem ég taldi upp. Þróunin er komin langt það er alveg ljóst... en við erum greinilega ekki komnir þangað að við getum tekið FCK og unnið þá.“ Þjálfarinn sagðist hundfúll með niðurstöðuna og sagði það ekki skipta máli hvernig liðið spilaði þegar niðurstaðan væri tap. „Mér fannst við ekki þurfa að tapa þessum leik, ég átta mig alveg á því að FCK er frábært lið og allt það en það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20
Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11