Spacey grét er hann var sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 14:20 Kevin Spacey á leið í dómshúsið í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum. Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum.
Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira