Prjónar það sem henni er sagt að prjóna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2023 20:30 Margrét Katrín Guttormsdóttir, sem er umsjónarmaður Textíllabsins á Blönduósi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fullkomnasta prjónavél landsins er á Blönduósi en hún er stafræn, sem þýðir að hún prjónar það sem henni er sagt að gera þegar búið er að vinna prjónaverkefnið í gegnum tölvuforrit. “Þetta er mjög skemmtileg tækni, sem opnar marga möguleika,” segir Margrét Katrín Guttormsdóttir, umsjónarmaður vélarinnar á Blönduósi Hér erum við að tala um Textíllab á vegum Textílmiðstöðvar Íslands en um er að ræða aðstöðu, sem er búin stafrænum tækjum, sem tengjast textílvinnslu eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Ein vél vekur þó sérstaka athygli en það er fullkomnasta prjónavél landsins þó víða væri leitað. „Já, það er prjónavél, sem prjónar í rauninni að sjálfum sér. Maður segir henni hvað hún á að gera í gegnum tölvu, þar að segja, maður vinnur allan prjónaðahlutann í gegnum tölvu, tölvuforrit og síðan les prjónavélin það og prjónar eins og maður forritaði hana. Þetta er mjög skemmtileg og alveg nýtt, sem opnar marga möguleika hjá okkur,” segir Margrét Katrín. En getur vélin prjónað hvað sem er? „Hún á að geta gert mjög margt en við erum rosalega ný í þessu, við erum rétt að byrja, við byrjum á treflum en síðan á hún alveg að geta farið upp í peysu, þekkingin er að koma hingað til okkar.” Hér er vélin, fullkomnasta prjónavél landsins staðsett á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður þá um allar prjónakonur og prjónakarla landsins, eiga þau bara að hætta og leggjast í dvala? „Nei, nei, þetta er allt annað en það sem maður getur gert í höndunum, þess vegna er þetta svo spennandi því þetta vinnur með hvort öðru. Þykktin sem maður getur prjónað í þessu er allt önnur en maður getur gert í höndunum til dæmis,” segir Margrét Katrín. Margrét Katrín segir að mikið af fólki komi í Textílabið til að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni hvort sem það er vefstólinn eða bara eitthvað allt annað. „Já, hér erum við með rosalega mörg stafræn tækni, sem snúa að nýsköpun í textíl. Þetta eru allt stafræn tækni, sem vinna í rauninni með hvort öðru. Þetta er æðislegt og mjög skemmtilegt. Það kemur svo mikið af fjölbreyttum hugmyndum og fólki með allskonar verkefni, sem það vill vinna hérna,” segir Margrét Katrín enn fremur. Heimasíða Textílmiðstöðvar Íslands Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hér erum við að tala um Textíllab á vegum Textílmiðstöðvar Íslands en um er að ræða aðstöðu, sem er búin stafrænum tækjum, sem tengjast textílvinnslu eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Ein vél vekur þó sérstaka athygli en það er fullkomnasta prjónavél landsins þó víða væri leitað. „Já, það er prjónavél, sem prjónar í rauninni að sjálfum sér. Maður segir henni hvað hún á að gera í gegnum tölvu, þar að segja, maður vinnur allan prjónaðahlutann í gegnum tölvu, tölvuforrit og síðan les prjónavélin það og prjónar eins og maður forritaði hana. Þetta er mjög skemmtileg og alveg nýtt, sem opnar marga möguleika hjá okkur,” segir Margrét Katrín. En getur vélin prjónað hvað sem er? „Hún á að geta gert mjög margt en við erum rosalega ný í þessu, við erum rétt að byrja, við byrjum á treflum en síðan á hún alveg að geta farið upp í peysu, þekkingin er að koma hingað til okkar.” Hér er vélin, fullkomnasta prjónavél landsins staðsett á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður þá um allar prjónakonur og prjónakarla landsins, eiga þau bara að hætta og leggjast í dvala? „Nei, nei, þetta er allt annað en það sem maður getur gert í höndunum, þess vegna er þetta svo spennandi því þetta vinnur með hvort öðru. Þykktin sem maður getur prjónað í þessu er allt önnur en maður getur gert í höndunum til dæmis,” segir Margrét Katrín. Margrét Katrín segir að mikið af fólki komi í Textílabið til að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni hvort sem það er vefstólinn eða bara eitthvað allt annað. „Já, hér erum við með rosalega mörg stafræn tækni, sem snúa að nýsköpun í textíl. Þetta eru allt stafræn tækni, sem vinna í rauninni með hvort öðru. Þetta er æðislegt og mjög skemmtilegt. Það kemur svo mikið af fjölbreyttum hugmyndum og fólki með allskonar verkefni, sem það vill vinna hérna,” segir Margrét Katrín enn fremur. Heimasíða Textílmiðstöðvar Íslands
Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira