Jill Roord kom Hollandi yfir á 17. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Sitt hvoru megin við markið fengu Bandaríkin góð færi. Fyrst skaut Savannah DeMelo framhjá og svo varði Daphne van Domselaar frá Trinity Rodman.
Staðan var 1-0, Hollandi í vil, í hálfleik. Á 62. mínútu jafnaði Bandaríkin metin. Lindsey Horan, fyrirliði bandaríska liðsins, skallaði þá hornspyrnu Rose Lavalle í netið.
Þar við sat og liðin sættust á jafnan hlut. Þau eru bæði með fjögur stig í E-riðlinum en Portúgal og Víetman eigast við seinna í dag. Hvorugt þeirra er með stig.
Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í síðustu fjórtán sem Bandaríkin vinnur ekki á HM.