Ómetanlegt handverk kvenna Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 28. júlí 2023 09:30 Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handverk Hús og heimili Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun