Vegir liggja til allra átta Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 28. júlí 2023 20:01 Atvinnumálanefnd Dalabyggðar gerði í vor úttekt á þeim rúmlega 400 km sem vegakerfi sveitarfélagsins samanstendur af og vann upp úr henni forgangsröðun. Þess ber að geta og þurfti ekki fyrrnefnda úttekt til að komast að þeirri niðurstöðu, að alltof stór hluti þeirra kílómetra eru malarvegir. Það vildi svo til að drög að nýrri samgönguáætlun komu inn á Samráðsgátt stjórnvalda þegar verið var að leggja lokahönd á úttekt og forgangsröðun og því ákvað Dalabyggð að auk umsagnar um samgönguáætlun myndi fyrrnefnd úttekt fylgja með sem fylgigagn. Eitt stærsta og brýnasta vegamál í Dalabyggð er Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur 54), en hann er eini stofnvegur á Vesturlandi sem ekki er bundinn slitlagi og sá lengsti á láglendi sem en er án slitlags. Mikilvægt er að halda því til haga í allri umræðu að Skógarstrandavegurinn er stofnvegur, ekki tengivegur eða önnur vegtegund, það vill of oft gleymast í umræðum og greinaskrifum hins mætasta fólks. Í gildandi samgönguáætlun sem og drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 kemur fram að eitt af markmiðum um framkvæmdir í vegamálum sé að byggja upp grunnet stofnvega með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi. Það vakti því furðu við lestur á drögum að nýrri samgönguáætlun þegar ljóst varð að ekki er gert ráð fyrir áframhaldi á framkvæmdum við Skógarstrandarveg fyrr en 2027. Tenging Dalabyggðar við Snæfellsnes er mikilvæg fyrir samfélag Dalamanna og uppbyggingu þjónustu við ferðamenn til framtíðar en einnig með tilliti til atvinnu- og skólasóknar þeirra sem í Dalabyggð búa og þurfa að ferðast um veginn mikilvæga flesta daga ársins. Tilvonandi seinkun á framkvæmdum við veginn er algjörlega ótæk og ljóst að halda verður vel á spöðunum til að svo viðamikið verk haldi áfram án meiri seinkunar en orðið hefur. Vestfjarðarvegur sunnan Búðardals er einnig stofnvegur sem þó er með bundnu slitlagi. Vegurinn er bæði svo mjór og illa farinn að hann er engan veginn tilbúin fyrir þá þungaumferð sem um hann fer. Mikil umferðaraukning hefur orðið á Vestfjarðarvegi um Dalabyggð sl. ár, meðal annars vegna aukinna þungaflutninga vestan af fjörðum og með tilkomu vegabóta yfir Þröskulda. Þar þarf að ráðast í endurbætur hið snarasta svo mannsæmandi sé. Vitnast þá aftur í markmið um framkvæmdir í vegamálum í samgönguáætlun þar sem fram kemur markmið um breikkun vega þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál. Við skoðun á framkvæmdum við héraðsvegi kom það nefndinni mjög á óvart að engir sérstakir fjármunir hafa verið settir með vegaáætlun í uppbyggingu þeirra frá hruni. Því verður ekki hægt að una lengur og þarf að gera bætur þar á. Héraðsvegir eiga að geta verið mun léttbyggðari en stofn- og tengivegir og því hægt að komast mun fleiri kílómetra fyrir sambærilega fjárhæð. Alls eru 77% tengivega á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal malarvegir og segir það meira en mörg orð um framgang í uppbyggingu þeirra vega á svæðinu. Bæta þarf verulega úr fjármögnun þar á, því viðhaldsfé á þeim vegum hefur einnig verið í miklu lágmarki síðustu ár og vegirnir því margir í mjög slæmu ásigkomulagi. Sjá verður til þess að framkvæmdir við loka kafla Laxárdalsheiðar fari í útboð á árinu 2024 og verði þá kominn tenging með bundnu slitlagi beint yfir í Hrútafjörð. Þegar litið er á tengi- og stofnvegi sem liggja um Dalina þá liggja þeir vegir til allra átta og gerir það Dalina að miðpunkti sem mikilvægt er að horfa til þegar staðsetningar þjónustu fyrir víðfeðmt svæði er skoðuð. Vegamál eru því mikilvægt atvinnu- og byggðamál í Dalabyggð sem og aðliggjandi sveitarfélögum. Það er gríðarlega mikilvægt að vegayfirvöld og þeir sem um fjármagnið halda og stýra fjármögnun til vegaframkvæmda taki tillit til þeirra tillagna sem heimafólk gerir á hverjum stað. Mitt mat og okkar í Dalabyggð er að við séum að setja fram okkar tillögur á málefnalegan hátt, styrktar góðum og faglegum rökum sem óskandi er að alþingismenn okkar í kjördæminu og aðrir sem að koma geti notað til gagns í sinni vinnu. Ég vil að lokum þakka þau góðu viðbrögð sem skýrsla um forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð hefur fengið og vona að sá hjómgrunnur sýni sig í framkvæmdum komandi ára. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Dalabyggð Sveitarstjórnarmál Samgöngur Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar gerði í vor úttekt á þeim rúmlega 400 km sem vegakerfi sveitarfélagsins samanstendur af og vann upp úr henni forgangsröðun. Þess ber að geta og þurfti ekki fyrrnefnda úttekt til að komast að þeirri niðurstöðu, að alltof stór hluti þeirra kílómetra eru malarvegir. Það vildi svo til að drög að nýrri samgönguáætlun komu inn á Samráðsgátt stjórnvalda þegar verið var að leggja lokahönd á úttekt og forgangsröðun og því ákvað Dalabyggð að auk umsagnar um samgönguáætlun myndi fyrrnefnd úttekt fylgja með sem fylgigagn. Eitt stærsta og brýnasta vegamál í Dalabyggð er Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur 54), en hann er eini stofnvegur á Vesturlandi sem ekki er bundinn slitlagi og sá lengsti á láglendi sem en er án slitlags. Mikilvægt er að halda því til haga í allri umræðu að Skógarstrandavegurinn er stofnvegur, ekki tengivegur eða önnur vegtegund, það vill of oft gleymast í umræðum og greinaskrifum hins mætasta fólks. Í gildandi samgönguáætlun sem og drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 kemur fram að eitt af markmiðum um framkvæmdir í vegamálum sé að byggja upp grunnet stofnvega með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi. Það vakti því furðu við lestur á drögum að nýrri samgönguáætlun þegar ljóst varð að ekki er gert ráð fyrir áframhaldi á framkvæmdum við Skógarstrandarveg fyrr en 2027. Tenging Dalabyggðar við Snæfellsnes er mikilvæg fyrir samfélag Dalamanna og uppbyggingu þjónustu við ferðamenn til framtíðar en einnig með tilliti til atvinnu- og skólasóknar þeirra sem í Dalabyggð búa og þurfa að ferðast um veginn mikilvæga flesta daga ársins. Tilvonandi seinkun á framkvæmdum við veginn er algjörlega ótæk og ljóst að halda verður vel á spöðunum til að svo viðamikið verk haldi áfram án meiri seinkunar en orðið hefur. Vestfjarðarvegur sunnan Búðardals er einnig stofnvegur sem þó er með bundnu slitlagi. Vegurinn er bæði svo mjór og illa farinn að hann er engan veginn tilbúin fyrir þá þungaumferð sem um hann fer. Mikil umferðaraukning hefur orðið á Vestfjarðarvegi um Dalabyggð sl. ár, meðal annars vegna aukinna þungaflutninga vestan af fjörðum og með tilkomu vegabóta yfir Þröskulda. Þar þarf að ráðast í endurbætur hið snarasta svo mannsæmandi sé. Vitnast þá aftur í markmið um framkvæmdir í vegamálum í samgönguáætlun þar sem fram kemur markmið um breikkun vega þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál. Við skoðun á framkvæmdum við héraðsvegi kom það nefndinni mjög á óvart að engir sérstakir fjármunir hafa verið settir með vegaáætlun í uppbyggingu þeirra frá hruni. Því verður ekki hægt að una lengur og þarf að gera bætur þar á. Héraðsvegir eiga að geta verið mun léttbyggðari en stofn- og tengivegir og því hægt að komast mun fleiri kílómetra fyrir sambærilega fjárhæð. Alls eru 77% tengivega á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal malarvegir og segir það meira en mörg orð um framgang í uppbyggingu þeirra vega á svæðinu. Bæta þarf verulega úr fjármögnun þar á, því viðhaldsfé á þeim vegum hefur einnig verið í miklu lágmarki síðustu ár og vegirnir því margir í mjög slæmu ásigkomulagi. Sjá verður til þess að framkvæmdir við loka kafla Laxárdalsheiðar fari í útboð á árinu 2024 og verði þá kominn tenging með bundnu slitlagi beint yfir í Hrútafjörð. Þegar litið er á tengi- og stofnvegi sem liggja um Dalina þá liggja þeir vegir til allra átta og gerir það Dalina að miðpunkti sem mikilvægt er að horfa til þegar staðsetningar þjónustu fyrir víðfeðmt svæði er skoðuð. Vegamál eru því mikilvægt atvinnu- og byggðamál í Dalabyggð sem og aðliggjandi sveitarfélögum. Það er gríðarlega mikilvægt að vegayfirvöld og þeir sem um fjármagnið halda og stýra fjármögnun til vegaframkvæmda taki tillit til þeirra tillagna sem heimafólk gerir á hverjum stað. Mitt mat og okkar í Dalabyggð er að við séum að setja fram okkar tillögur á málefnalegan hátt, styrktar góðum og faglegum rökum sem óskandi er að alþingismenn okkar í kjördæminu og aðrir sem að koma geti notað til gagns í sinni vinnu. Ég vil að lokum þakka þau góðu viðbrögð sem skýrsla um forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð hefur fengið og vona að sá hjómgrunnur sýni sig í framkvæmdum komandi ára. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun