Fólk gæti að sér í hrinu innbrota Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 21:12 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir. Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira