Síminn ósammála Samkeppniseftirlitinu: Áskrifendur Nova fái aðgang að enska boltanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 20:32 Í tilkynningu frá Símanum segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggi á misskilningi. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið gaf í dag frá sér bráðabirgðaákvörðun vegna sennilegs brots símans gegn samkeppnislögum. Með því að synja Nova um heildsölu og dreifingu á sjónvarpsstöðinni Símanum Sport segir eftirlitið sennilegt að samkeppnislög hafi verið brotin. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að Síminn hafi nú neitað að gera nýjan dreifingarsamning við Nova um útsendingar á Símanum Sport, sem áskrifendum Nova og Sýnar hafa boðist að nálgast í Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium. Þá segir að með neitun Símans á gerð samningsins hafi viðskiptavinir Nova ekki möguleika á að kaupa áskrift að enska boltanum. Mismunun gagnvart keppinautum „Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á enska boltann. Þá telur eftirlitið að háttsemi Símans feli í sér mismunun gagnvart keppinautum þar sem Sýn fær áfram að bjóða sínum viðskiptavinum enska boltann en ekki Nova,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu Þá segir að Samkeppniseftirlitið telji að Síminn sé markaðsráðandi á markaði fyrir heildsöludreifingu á enska boltanum og að háttsemi Símans fari gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé til þess fallin að skaða samkeppni. Í bráðabirgðaákvörðuninni er Símanum sagt að láta af háttsemi sinni gagnvart Nova og gera nýjan dreifingarsamning við fyrirækið um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport með enska boltanum. Ákvörðunin byggi á misskilningi Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins og byggi á misskilningi. Ákörðunin hafi engin áhrif á samkeppni á fjarskipta- eða sjónvarpsmarkaði nema að letja til aukinnar framleiðslu og kaupa á efni. „Sjónvarpsþjónustur keppa á aðgreiningu með sjónvarpsefni, efni sem aðilar fjárfesta í eða kaupa á opnum markaði sem Nova hefur kosið að taka ekki þátt í og þannig þykir Símanun einkennilegt að Nova geri þá kröfu að byggja samkeppnisgrundvöll sinn á því að fá aðgang að því myndefni sem aðrir aðilar hafa þegar keypt á opnum markaði,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Þá segir að Síminn sé ekki markaðsráðandi þegar kemur að áskriftarsjónvarpsefni, og að viðskiptavinir Nova hafi greiðan aðgang að að Símanum Sport óháð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Ákvörðun SKE lýtur þannig ekki að því að gera viðskiptavinum Nova kleift að horfa á Símann Sport, enda hafa þeir alla möguleika á því líkt og viðskiptavinir allra annarra fjarskiptafyrirtækja. Ákvörðunin lýtur að því að Símanum beri að afhenda Nova sjónvarpsrásina til endursölu til sinna viðskiptavina. Byggir Síminn á því að félaginu geti ekki með nokkru móti borið skylda til þess og íhugar nú réttarstöðu sína,“ segir jafnframt í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Samkeppnismál Síminn Nova Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að Síminn hafi nú neitað að gera nýjan dreifingarsamning við Nova um útsendingar á Símanum Sport, sem áskrifendum Nova og Sýnar hafa boðist að nálgast í Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium. Þá segir að með neitun Símans á gerð samningsins hafi viðskiptavinir Nova ekki möguleika á að kaupa áskrift að enska boltanum. Mismunun gagnvart keppinautum „Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á enska boltann. Þá telur eftirlitið að háttsemi Símans feli í sér mismunun gagnvart keppinautum þar sem Sýn fær áfram að bjóða sínum viðskiptavinum enska boltann en ekki Nova,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu Þá segir að Samkeppniseftirlitið telji að Síminn sé markaðsráðandi á markaði fyrir heildsöludreifingu á enska boltanum og að háttsemi Símans fari gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé til þess fallin að skaða samkeppni. Í bráðabirgðaákvörðuninni er Símanum sagt að láta af háttsemi sinni gagnvart Nova og gera nýjan dreifingarsamning við fyrirækið um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport með enska boltanum. Ákvörðunin byggi á misskilningi Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins og byggi á misskilningi. Ákörðunin hafi engin áhrif á samkeppni á fjarskipta- eða sjónvarpsmarkaði nema að letja til aukinnar framleiðslu og kaupa á efni. „Sjónvarpsþjónustur keppa á aðgreiningu með sjónvarpsefni, efni sem aðilar fjárfesta í eða kaupa á opnum markaði sem Nova hefur kosið að taka ekki þátt í og þannig þykir Símanun einkennilegt að Nova geri þá kröfu að byggja samkeppnisgrundvöll sinn á því að fá aðgang að því myndefni sem aðrir aðilar hafa þegar keypt á opnum markaði,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Þá segir að Síminn sé ekki markaðsráðandi þegar kemur að áskriftarsjónvarpsefni, og að viðskiptavinir Nova hafi greiðan aðgang að að Símanum Sport óháð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Ákvörðun SKE lýtur þannig ekki að því að gera viðskiptavinum Nova kleift að horfa á Símann Sport, enda hafa þeir alla möguleika á því líkt og viðskiptavinir allra annarra fjarskiptafyrirtækja. Ákvörðunin lýtur að því að Símanum beri að afhenda Nova sjónvarpsrásina til endursölu til sinna viðskiptavina. Byggir Síminn á því að félaginu geti ekki með nokkru móti borið skylda til þess og íhugar nú réttarstöðu sína,“ segir jafnframt í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Samkeppnismál Síminn Nova Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira