Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Bergrós Ásgeirsdóttir skoraði úr spyrnunni á 78. mínútu og það dugði heimakonum til sigurs í þessum botnslag. Fyrir leikinn höfðu bæði lið tapað þremur leikjum í röð en Keflvíkingar hafa ekki landað sigri síðan þær unnu Selfoss í 5. umferð þann 22. maí.
Með sigrinum fer Selfoss í tíu stig, tveimur stigum á eftir Keflavík og þremur og fjórum á eftir ÍBV og Tindastóli.