Leifar af fellibyl orsaka óvissu með veðrið um verslunarmannahelgina Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 14:57 Miðað við spána núna verður úrkoma í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Búist er þó við hægviðri. Sigurjón Ólason Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að óvissa sé með það hvernig veðrið verður á Íslandi um verslunarmannahelgina. Leifar af fellibyl orsaka óvissuna en að sögn veðurfræðings koma leifarnar þó ekki til Íslands. „Þetta er ekki að skýrast eins og við höfðum óskað okkur. Ástæðan er sú að það virðast vera leifar af fellibyl sem er að ganga til austurs yfir Atlantshafið á fimmtudag og föstudag,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Elín segir þó að leifarnar af fellibylnum eigi ekki eftir að koma til Íslands, þær haldi sér í Bretlandi. „En við sitjum svolítið í óvissusúpunni þarna í kjölfarið.“ Óvissan felist í því hvort úrkomusvæðið komi hérna yfir og hvort að hitabeltislægð verði að lægð í Norður-Atlantshafi. „Það breytir svolítið miklu hvort hún kemur eða fer. Þannig það er nú eiginlega það sem við erum að horfa á núna.“ Þá segir Elín að veðurspárnar hafi breyst mikið frá því í gær. Því sé ekki eins auðvelt að spá fyrir um það hvernig veðrið verður um verslunarmannahelgina. Eins og staðan er núna sé útlit fyrir einhverri rigningu á vestanverðu landinu en létta eigi svolítið til á norður- og austurlandi. Búist sé við átta til fimmtán stiga hita. „Þetta er ekkert hvassviðri eða slíkt.“ Búast má við að mikill fjöldi fólks komi saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Samkvæmt spánni lenda Vestmannaeyjar undir úrkomusvæðinu en þó er spáð hægviðri. „Við höfum oft verið að sjá miklu verra veður í Eyjum heldur en í þessari spá. Þannig það er bara regngallinn eins og alltaf, þú ferð náttúrulega ekki til Vestmannaeyja án þess að taka regngalla.“ Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira
„Þetta er ekki að skýrast eins og við höfðum óskað okkur. Ástæðan er sú að það virðast vera leifar af fellibyl sem er að ganga til austurs yfir Atlantshafið á fimmtudag og föstudag,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Elín segir þó að leifarnar af fellibylnum eigi ekki eftir að koma til Íslands, þær haldi sér í Bretlandi. „En við sitjum svolítið í óvissusúpunni þarna í kjölfarið.“ Óvissan felist í því hvort úrkomusvæðið komi hérna yfir og hvort að hitabeltislægð verði að lægð í Norður-Atlantshafi. „Það breytir svolítið miklu hvort hún kemur eða fer. Þannig það er nú eiginlega það sem við erum að horfa á núna.“ Þá segir Elín að veðurspárnar hafi breyst mikið frá því í gær. Því sé ekki eins auðvelt að spá fyrir um það hvernig veðrið verður um verslunarmannahelgina. Eins og staðan er núna sé útlit fyrir einhverri rigningu á vestanverðu landinu en létta eigi svolítið til á norður- og austurlandi. Búist sé við átta til fimmtán stiga hita. „Þetta er ekkert hvassviðri eða slíkt.“ Búast má við að mikill fjöldi fólks komi saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Samkvæmt spánni lenda Vestmannaeyjar undir úrkomusvæðinu en þó er spáð hægviðri. „Við höfum oft verið að sjá miklu verra veður í Eyjum heldur en í þessari spá. Þannig það er bara regngallinn eins og alltaf, þú ferð náttúrulega ekki til Vestmannaeyja án þess að taka regngalla.“
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira