Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Lovísa Arnardóttir skrifar 30. júlí 2023 19:33 Sigmundur Davíð segir Sjálfstæðisflokkinn hafa breyst mikið síðustu ár og sé í raun eins og Viðreisn í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. Fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram síðustu daga og lýst yfir mikilli óánægju með málamiðlanir í ríkisstjórn, en segjast þó ekki vilja slíta samstarfinu við Vinstri græn og Framsókn. Sigmundur Davíð telur flokksmenn nú stíga fram fyrir ásýndina eina. „Það virðist vera að menn hafi ákveðið að setja af stað gagnrýni en hugsanlega bara til þess að vera búnir að tikka í boxið og vera búnir að gagnrýna. Því hvað gera þeir svo? Ég er ekki viss um að þeir séu tilbúnir til að fylgja þessu eftir á neinn hátt og forsætisráðherra nánast gerir grín að þeim og segir að þetta sé þeirra vandamál sem þeir þurfi að leysa, án þess að það hafi áhrif á ríkisstjórnina,“ segir Sigmundur að ekkert heyrist í hvorki VG eða Framsókn sem líklega bíði þess að Sjálfstæðisflokkurinn leysi málið sjálfur. Sigmundur segir þetta þó ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn kvarta yfir samstarfinu. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn lýsa óánægju sinni með þetta stjórnarsamstarf. Í fréttum á sínum tíma, fyrir Covid, var sagt frá fýlupúkafélaginu í þingflokki Sjálfstæðismanna sem kvartaði og kvartaði, en gerði aldrei neitt. Nú telja þeir greinilega tímabært að kvarta aftur, en munu þeir gera eitthvað, ég er ekki viss um það,“ segir Sigmundur og að umræðan sé samt sem áður komin af stað og fleiri farnir að taka undir. „Þeir vita að flokkurinn veit varla hver hann er, hvaðan hann kom eða hvert hann er að fara og vilja sjá breytingar á því. Á meðan forysta flokksins sýnist mér vilja bara vera í stjórninni áfram og vonast að hlutirnir lagist af sjálfu sér, það komi aftur 20. Öldin, þeir verði aftur 40 prósent flokkur og fjórflokkakerfið komi aftur.“ Spurður hvort hann sjái nú nýjan Sjálfstæðisflokk segir Sigmundur að hann hafi oft grínast með það að flokkurinn líkist alltaf æ meir Samfylkingunni fyrir árið 2007. „Nú hafa komið fram Sjálfstæðismenn sem lýsa sömu áhyggjum, en nú þarf ég að uppfæra, því flokkurinn er líklega orðinn meira eins og Viðreisn og Viðreisn getur vel við unað. Gamli móðurflokkurinn er orðinn Viðreisn.“ Hann segir gagnrýnina líka koma úr undarlegri átt, eins og til dæmis hvað varðar útlendingamálin. „Flokkurinn er að gagnrýna mál, eins og útlendingamálin, sem að hann hefur leitt og allt í einu er afsökunin sú að við lentum bara í slæmum félagsskap og getum ekkert að því gert. Við vorum afvegaleiddir,“ segir Sigmundur og að flokkurinn hafi sjálfur aukið útgjöld í þeim flokki og leitt málefni útlendingamála síðasta áratuginn. Hann segir flokkinn hafa tekið miklum breytingum síðustu ár og að margir gamlir Sjálfstæðismenn séu ekki ánægðir með það. Gagnrýnisraddir sem heyrist núna séu ekki nóg til þess að þagga niður í þeim. „Ég sakna þess að eiga við gömlu góðu pólitíkina sem snerist um rökræðu og ágreining um grundvallarstefnumál. Umbúðamennskan er orðin allsráðandi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur færst mjög í þá átt að vera umbúðaflokkur. Flokkur sem eltir tíðarandann frekar en að vera prinsippflokkur. Ég ætti auðvitað ekkert að vera að ráðleggja þeim frekar en Framsóknarflokknum, en hef samt verið að gera það í fjórtán ár og held því þá bara áfram núna: Hugið bara að því góða í stefnu ykkar í gegnum tíðina og fylgið því eftir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram síðustu daga og lýst yfir mikilli óánægju með málamiðlanir í ríkisstjórn, en segjast þó ekki vilja slíta samstarfinu við Vinstri græn og Framsókn. Sigmundur Davíð telur flokksmenn nú stíga fram fyrir ásýndina eina. „Það virðist vera að menn hafi ákveðið að setja af stað gagnrýni en hugsanlega bara til þess að vera búnir að tikka í boxið og vera búnir að gagnrýna. Því hvað gera þeir svo? Ég er ekki viss um að þeir séu tilbúnir til að fylgja þessu eftir á neinn hátt og forsætisráðherra nánast gerir grín að þeim og segir að þetta sé þeirra vandamál sem þeir þurfi að leysa, án þess að það hafi áhrif á ríkisstjórnina,“ segir Sigmundur að ekkert heyrist í hvorki VG eða Framsókn sem líklega bíði þess að Sjálfstæðisflokkurinn leysi málið sjálfur. Sigmundur segir þetta þó ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn kvarta yfir samstarfinu. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn lýsa óánægju sinni með þetta stjórnarsamstarf. Í fréttum á sínum tíma, fyrir Covid, var sagt frá fýlupúkafélaginu í þingflokki Sjálfstæðismanna sem kvartaði og kvartaði, en gerði aldrei neitt. Nú telja þeir greinilega tímabært að kvarta aftur, en munu þeir gera eitthvað, ég er ekki viss um það,“ segir Sigmundur og að umræðan sé samt sem áður komin af stað og fleiri farnir að taka undir. „Þeir vita að flokkurinn veit varla hver hann er, hvaðan hann kom eða hvert hann er að fara og vilja sjá breytingar á því. Á meðan forysta flokksins sýnist mér vilja bara vera í stjórninni áfram og vonast að hlutirnir lagist af sjálfu sér, það komi aftur 20. Öldin, þeir verði aftur 40 prósent flokkur og fjórflokkakerfið komi aftur.“ Spurður hvort hann sjái nú nýjan Sjálfstæðisflokk segir Sigmundur að hann hafi oft grínast með það að flokkurinn líkist alltaf æ meir Samfylkingunni fyrir árið 2007. „Nú hafa komið fram Sjálfstæðismenn sem lýsa sömu áhyggjum, en nú þarf ég að uppfæra, því flokkurinn er líklega orðinn meira eins og Viðreisn og Viðreisn getur vel við unað. Gamli móðurflokkurinn er orðinn Viðreisn.“ Hann segir gagnrýnina líka koma úr undarlegri átt, eins og til dæmis hvað varðar útlendingamálin. „Flokkurinn er að gagnrýna mál, eins og útlendingamálin, sem að hann hefur leitt og allt í einu er afsökunin sú að við lentum bara í slæmum félagsskap og getum ekkert að því gert. Við vorum afvegaleiddir,“ segir Sigmundur og að flokkurinn hafi sjálfur aukið útgjöld í þeim flokki og leitt málefni útlendingamála síðasta áratuginn. Hann segir flokkinn hafa tekið miklum breytingum síðustu ár og að margir gamlir Sjálfstæðismenn séu ekki ánægðir með það. Gagnrýnisraddir sem heyrist núna séu ekki nóg til þess að þagga niður í þeim. „Ég sakna þess að eiga við gömlu góðu pólitíkina sem snerist um rökræðu og ágreining um grundvallarstefnumál. Umbúðamennskan er orðin allsráðandi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur færst mjög í þá átt að vera umbúðaflokkur. Flokkur sem eltir tíðarandann frekar en að vera prinsippflokkur. Ég ætti auðvitað ekkert að vera að ráðleggja þeim frekar en Framsóknarflokknum, en hef samt verið að gera það í fjórtán ár og held því þá bara áfram núna: Hugið bara að því góða í stefnu ykkar í gegnum tíðina og fylgið því eftir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48