Veður

Rigning á föstudag en síðan hæglætisveður

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.
Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið. vísir/vilhelm

Senn líður að mestu ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelginni, og eflaust fjöldi fólks sem hefur hug á því að elta veðrið, sem hefur verið misgott við fólk eftir landshlutum það sem af er sumri.

Siggi stormur ræddi verslunarmannahelgarveðrið í kvöldfréttum:

Hann segir útlitið ágætt fyrir helgina.

„Á föstudag kemur lægð á vestanverðu landinu með vætu. Síðdegis á föstudag fer því að rigna nokkuð ákveðið á sunnan- og vestanverðu landinu, það nær til Vestmannaeyja. Síðan silast þetta úrkomuloft yfir landið til austurs. Þá stykkir upp og við taka við blóm í haga og skemmtileg Þjóðhátíð og allir í fjöri. Hafa bara allan tíma sem þeir vilja úr sólarhringnum til að skemmta sér,“ segir Siggi.

En hvar verður best að vera?

„Mér sýnist á öllu að það verði bjartast á Norður- og Norðausturlandi. Sennilega á Austurlandi,“ svarar Siggi. „Mér sýnist að verslunarmannahelgin ætli sér að tikka þar í öll box. Það breytir því ekki að þegar þú ert í rólegheitaveðri og óverulegri úrkomu, fyrir utan föstudagskvöld, þá er hægt að vera alls staðar í sjálfu sér.“

Hann setur þó ákveðna varnagla við spána vegna lægða suður af landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×