Hetja á HM nokkrum árum eftir að hún vissi ekki hvort hún gæti gengið aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 16:00 Hayley Raso fagnar hér marki í stórsigrinum á Kanada á HM í dag. Getty/Alex Grimm Ástralar þurftu á hjálp að halda til að koma liði sínu áfram í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fram fer á þeirra heimavelli. Pressan hefur verið mikil á liðinu en líklega aldrei meira en fyrir leikinn í morgun. Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira