Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 06:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að breið sátt verði um breytingar á útsýnisflugi þyrlna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent