„Fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2023 23:01 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét „Við töpuðum bara fyrir mjög góðu Valsliði sem spilaði góðan leik hér eftir að þeir komust yfir en fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 0-4 tap liðsins gegn Val fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi á upphafsmínútum en Valsmenn tóku fljótlega stjórnina og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Rúnar segist heilt yfir ánægður með frammistöðu sinna manna, en játar sig sigraðan gegn betri andstæðing. „Mér fannst við ná að pressa þá vel og koma þeim í vandræði í uppspilinu þeirra úr öftustu línu. Svo skora þeir, 1-0 og svo í kjölfarið 2-0 rétt fyrir hálfleik sem var slæmt að fá, eftir það var þetta bara mjög erfitt. Ég er samt ánægður að strákarnir, þeir héldu áfram fram á síðustu mínútu að reyna og lögðu á sig vinnu en við töpuðum bara fyrir betra liði, einfalt.“ Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á lokamínútu fyrri hálfleiks færði KR liðið sig ofar á völlinn til að freista þess að minnka muninn. En pressa liðsins var heldur máttlaus og það reyndist Valsmönnum auðvelt að spila sig í gegnum hana. „Við reynum að breyta einhverju og prófa eitthvað nýtt. Sjá hvort við getum ekki haldið áfram að pressa eins og við gerðum í byrjun leiks og koma þeim í smá vandræði. En Valsmenn eru bara með ofboðslega marga góða einstaklega í sínu liði sem geta brotið upp leiki. Þegar við lyftum miðjunni okkur í hápressu í upphafi síðari hálfleiks þá náðu þeir hörkuspili í gegnum miðjuna okkar og upp úr því þriðja markið, þá er þetta náttúrulega bara orðið spurning um að minnka skaðann og gefast ekki alveg upp.“ Rúnar var svo spurður hvort styrkja þyrfti liðið og ef búast mætti við einhverjum sviptingum í leikmannahópi liðsins. „Ég veit það ekki, það er ekkert í kortunum og við erum búnir að vera ánægðir með þennan hóp. Það er ágætis gengi hjá okkur þrátt fyrir að tapa síðustu leikjum gegn efstu liðum deildarinnar. Það sýnir bara muninn, það eru þrjú lið sem eru töluvert betri en flest öll önnur lið í deildinni.“ Hann segir þrjú lið standa öllum ofar í Bestu deildinni, það eru að sjálfsögðu toppliðin; Víkingur, Valur og Breiðablik. KR hefur nú spilað gegn tveimur þeirra og tapað báðum leikjum, næst mæta þeir þriðja liðinu, Breiðablik á Kópavogsvelli. Sá leikur var færður yfir á sunnudag verslunarmannahelgarinnar vegna Evrópuævintýra Breiðabliks en vanalega hafa engir leikir farið fram á þessum degi. „Þessir strákar eru bara á samning, eru í vinnu við að spila fótbolta og þeir verða bara að sætta sig við það. Vonandi verður bara hægt að færa leikinn yfir á laugardag, ef að Blikar og KSÍ eru til í það myndum við frekar vilja spila á laugardag. En við erum ánægðir að íslensk lið séu að standa sig vel í Evrópu“ sagði Rúnar að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Leikurinn var jafn og spennandi á upphafsmínútum en Valsmenn tóku fljótlega stjórnina og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Rúnar segist heilt yfir ánægður með frammistöðu sinna manna, en játar sig sigraðan gegn betri andstæðing. „Mér fannst við ná að pressa þá vel og koma þeim í vandræði í uppspilinu þeirra úr öftustu línu. Svo skora þeir, 1-0 og svo í kjölfarið 2-0 rétt fyrir hálfleik sem var slæmt að fá, eftir það var þetta bara mjög erfitt. Ég er samt ánægður að strákarnir, þeir héldu áfram fram á síðustu mínútu að reyna og lögðu á sig vinnu en við töpuðum bara fyrir betra liði, einfalt.“ Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á lokamínútu fyrri hálfleiks færði KR liðið sig ofar á völlinn til að freista þess að minnka muninn. En pressa liðsins var heldur máttlaus og það reyndist Valsmönnum auðvelt að spila sig í gegnum hana. „Við reynum að breyta einhverju og prófa eitthvað nýtt. Sjá hvort við getum ekki haldið áfram að pressa eins og við gerðum í byrjun leiks og koma þeim í smá vandræði. En Valsmenn eru bara með ofboðslega marga góða einstaklega í sínu liði sem geta brotið upp leiki. Þegar við lyftum miðjunni okkur í hápressu í upphafi síðari hálfleiks þá náðu þeir hörkuspili í gegnum miðjuna okkar og upp úr því þriðja markið, þá er þetta náttúrulega bara orðið spurning um að minnka skaðann og gefast ekki alveg upp.“ Rúnar var svo spurður hvort styrkja þyrfti liðið og ef búast mætti við einhverjum sviptingum í leikmannahópi liðsins. „Ég veit það ekki, það er ekkert í kortunum og við erum búnir að vera ánægðir með þennan hóp. Það er ágætis gengi hjá okkur þrátt fyrir að tapa síðustu leikjum gegn efstu liðum deildarinnar. Það sýnir bara muninn, það eru þrjú lið sem eru töluvert betri en flest öll önnur lið í deildinni.“ Hann segir þrjú lið standa öllum ofar í Bestu deildinni, það eru að sjálfsögðu toppliðin; Víkingur, Valur og Breiðablik. KR hefur nú spilað gegn tveimur þeirra og tapað báðum leikjum, næst mæta þeir þriðja liðinu, Breiðablik á Kópavogsvelli. Sá leikur var færður yfir á sunnudag verslunarmannahelgarinnar vegna Evrópuævintýra Breiðabliks en vanalega hafa engir leikir farið fram á þessum degi. „Þessir strákar eru bara á samning, eru í vinnu við að spila fótbolta og þeir verða bara að sætta sig við það. Vonandi verður bara hægt að færa leikinn yfir á laugardag, ef að Blikar og KSÍ eru til í það myndum við frekar vilja spila á laugardag. En við erum ánægðir að íslensk lið séu að standa sig vel í Evrópu“ sagði Rúnar að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira