FH losnaði úr félagaskiptabanni fyrr í dag en það stóð yfir frá 16. júlí. FH-ingar fögnuðu að launadeilan við Mortens Beck Guldsmed sé lokið með skemmtilegu myndbandi þar sem Viðar opnaði hliðið á Kaplakrikavelli.
Viðar Ari Jónsson kemur í FH á frjálsri sölu en hann var hjá ungverska félaginu Honved. Viðar hefur áður leikið með FH en þá kom hann á láni frá Brann. Viðar hefur spilað tuttugu leiki fyrir FH í deild og bikar.
Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen léku sinn fyrsta leik fyrir FH í kvöld gegn Keflavík. Grétar Snær kemur frá KR en hann er uppalinn FH-ingur og lék síðast með félaginu í efstu deild árið 2016. FH fær Arnór Borg á láni frá Víkingi Reykjavík.